What´s cooking in the kitchen......

Dagbók

mánudagur, október 25, 2004

howdí pípúl...

Hversu gaman er að vakna á mánudögum....? það er bara ómetanleg óþægindartilfinning! Ég var svo rosalega fersk í morgun, mætti í tíma geislandi af gleði byrjaði að hlusta á fyrirlesturinn og var alveg að detta út....rankaði svo alltaf við mér alltaf annað slagið þegar hausinn datt niður. Það er bara fínt...kennarinn hefur örugglega haldið að ég hafi verið að kinka kolli...áhugasamur nemandi;)

Lovely helgi að baki, föstudagurinn var rólegur, sparaði mig fyrir laugardagssprengjuna;) Kíkti edrú í laganemapartýið...eitthvað sem ég ætla ekki að gera aftur...lá við að maður þyrfti túlk til að geta skilið umræðurnar... Skrautlegt það:) Svo kíkti ég með Írisi, Röggu og Sunnu á Apótekið á laugardaginn....ummmm góður matur, mohito-kokteilar og girly-talk...verður varla betra:) Samt varð kvöldið bara betra þegar ég hitti tútturnar mínar, Hönnu, Rakel og Ósk í banastuði á Hverfis....tókum við nokkrar sveiflur og já.....kíktum "nokkrum sinnum" á barinn:)

Svo var sunnudagurinn náttlega bara þynnkudagur, þá er alveg afbragðs afþreying að taka nágranna-maraþonið, granna endursýningar vikunnar....mér til mikillar skelfingar fór ég að pæla í því að ég gæti endað eins og Karl hennar Susan....geta ekki hætt í víninu..það eru víst erfiðleikar hjá þeim í augnablikinu...maður verður að hætta þessu;)