Jæja þá er ég komin aftur til Madridar:)
Við stoppuðum 4 daga í Alicante og ætluðum svoleiðis aldeilis að "tan-a" okkur ....mættum á ströndina og rifum okkur úr fötunum eins og sannir Íslendingar ...lögðumst niður og svo eftir smá stund vorum við farnar að hjúfra okkur í fósturstellinguna og eftir aðra smá stund vorum við farnar að setja peysu yfir axlirnar og bæta fötum á ....og svo gáfumst við upp......það var frekar chilly á köflum....
Ég ákvað svo á seinustu stundu að skella mér heim í páskasteikina til múttu, stelpurnar voru báðar að fara og flestir krakkarnir í skólanum fóru heim til sín yfir páskana eða fóru að ferðast. Ég ákvað að vera ekkert að segja neinum frá komunni heldur mætti bara suprise beint í 25 ára afmæli hjá Laufey og gaf henni mig í afmælisgjöf :o)
Gerði voða lítið annað heima en að borða góðan mat og slappa af.....mútta sá til þess að ég færi alls ekki svöng aftur út! Svo voru komin tvö ný kríli, hjá Andreu og Mæju. Ég fór og sá litla snúllan hennar Andreu og já bara eitt orð yfir það...múúúúúússsí múúú! Mjög svekkt því ég náði ekki á litlu prinsessuna hennar Mæju EN þegar ég kem heim í sumar þá fer ég í svona "baby-sightseeing" þar sem það verða komin 4 ný börn! :)Við flugum svo heim á þriðjudeginum og vorum lentar í Alicante um 22 leytið....lestin heim til Madrid átti ekki að fara fyrr en 7 um morguninn þannig að ég fékk þá frábæru hugmynd að leigja okkur bara bíl og bruna bara strax yfir til Madridar.....Þórey fór bara að hlæja en eftir að við ræddum um það hvort væri betra að sofa í íbúðinni okkar þessa nóttina eða á sveittu hosteli þá var bílaleigubíllinn málið. Fórum á Avis og tókum eitt stykki af einhverri dós....tókum okkur einnig GPS tæki til að við myndum nú ekki keyra óvart til Portúgal.....Ætluðum að leggja af stað en sáum að GPS tækið var að verða batteríslaust þannig að við snérum við og skiluðum því og fengum nýtt, en viti menn það hlóð sig heldur ekki þannig að þetta var bílinn! Snérum aftur við og skiluðum bílnum og fengum nýjan. Jæja loksins brunuðum við af stað til Madridar, vorum komnar rúmlega fjögur um nóttina. Þegar við komum svo fyrir utan íbúðina okkar (sem er by the way mjög down town) þá sjáum við laust stæði beint fyrir utan íbúðina okkar....nææææs, við förum og borgum í einhvern stöðumælakassa til kl. 11 morguninn eftir.
Svo vöknum við super bjútífúl eftir 4 tíma svefn morguninn eftir og vorum komnar út ca. um 12 leytið. Ég opna útidyrahurðina og sé engan rauðan dósabíl! Það var búið að taka hann .....var ekki alveg viss hvort ég ætti að hlæja eða gráta og var heldur ekki viss hvort honum hefði verið stolið eða hann dreginn í burtu og var heldur ekki viss hvert í anskotanum ég ætti að hringja til að vita hvað varð um bílinn! Endaði á því að hringja í Avis og þeir gáfu mér númerið hjá yfirvöldum sem draga bíla.......Hringdi þangað og þar var hann og við máttum koma og ná í hann og borga brúsann! Ég var SO NOT HAPPY með ástandið. Náðum í bílinn og ég reyndi að brosa mjög fallega til náungans á skrifstofunni og sagði að það hefði ekki verið neitt skylti sem gaf til kynna að ekki mætti leggja ....hann sagði að við hefðum lagt í affermingarstæði....viltu fá bílinn eða ekki? brosið dugði skammt og það breyttist í "urrrr-svip" hjá mér á no time. Náðum í dósina og skiluðum henni ASAP!
Stemming að koma heim!
saludos frá Madrid