Nokkrum þúsurum fátækari....
Við erum að tala um heavy djútí myndir pípol!
vá löng færsla...klapp fyrir mér ;)
Okei.....ég hlýt að fá svarta beltið fyrir frammistöðu mína í sjopping í USA! Við erum að tala um 5 1/2 klst. í huges molli og ég náði að klára heimildina á kortinu....its soooo easy.....ég gæti gert þetta að atvinnu :Þ
Flaug út á fimmtudagseftirmiðdegi og hafði það svona líka gott þarna á saga með "sjampein" og uppdekkað borð....I could get used to this! Ég var mjög svo heppin að fá eitt stykki Kana með stóru Kái fyrir framan mig....það var ekkert mál að rétta honum koddann sinn í fyrsta skipti en þegar dúddinn var búinn að spila þetta spil fjórum sinnum þá var þetta komið gott....og þegar hann byrjaði að snúa sig úr hálslið til að geta haft uppi samræður.....og segja frá því að hann ætlaði nú að koma sér í form og fara svo til íslands og "chase the blonds".....æ gleymdi að minnast á það að hann var vel yfir 60!! Ekki skánaði það þegar við lentum og mr. america lét mig hafa nafnspjaldið sitt....þar stóð Ralph Keinz, chief of board/ director....og já..fyrirtækið hét Scrubs....kæmi mér ekki á óvart að hann væri eini starfsmaður innan fyrirtækisins...og þar af leiðandi chief, director og cleaner....anyways...þá reyni ég að taka "kraftgönguna" þegar komið var út úr vélinni og Ralph var fast á hælum mér. Þegar við komum að security tjékkinu þá fer ég óvart í US citizens því ég var að flýta mér svo að stinga scrub gaurinn af, fór því fegin aftast í hina röðina og sem var mun lengri og hugsaði með mér "jes adios scrub"......nei aldeilis ekki minn beið eftir mér í fokkin hálftíma og vinkaði mér svona hundrað sinnum á meðan ég stóð þarna eins og kúkur að reyna þykjast ekki sjá hann ....talandi um American pshyco!
Ég og Andrea komum okkur svo loks til D.C. vorum hjá bróður hennar sem býr down town..very næs :) Vöknuðum mega ferskar daginn eftir og þá var SJOPPING TÆM!! brettum upp ermarnar og teygðum á áður en við héldum í TYSONS square mall.....þetta kalla ég PRO -shopping ;) held við höfum náð að fara yfir ca. 1/4 af mollinu! samt vorum við alveg að taka sprettinn á þetta!
Sællegar með fulla tösku lögðum við af stað seinnipartinn og ég var alveg búin að hugsa mér gott til glóðarinnar á saga ...just chillin með prinsessugleraugun mín.....en svo var ekki! Það kom heil Delta vél sem fyllti öll possible auka sæti í vélinni og þar af leiðandi EKKERT sæti fyrir mig..........Andrea tjáði mér það að ég yrði að vera frammí hjá flugmönnunum...."umm Andrea mín SMÁ problem...ég er flughrædd ...mannstu!?!! En það var annað hvort frammí eða komast ekkert heim......ok ég bara shit gúdd god hvernig á ég að lifa þetta af! Kom mér fyrir þarna frammí hjá flugmönnunum...þeir héldu örugglega að ég væri mega spennt yfir því að fá að sjá þetta allt saman og fá að vera frammí en ég sá bara alla takkana og ca. tvöhundruð mæla og byrjaði bara að svitna......ekki skánaði það þegar vélin fór af stað...vissi ekki hvort ég ætti að horfa upp, niður eða til hliðar....var næstum búin að æla af stressi !!!
En viti menn ég held að þetta hafi verið hin besta "flug-þerapí" fyrir mig ...ég var allavega í gúddí gír eftir flugið og held að næsta flugferð verði mun þjáningaminni:o)
Og annað ...sá þessar myndir af mr. and mrs. Becks úti ...eigum við eitthvað að ræða Mistör Becks...... !!!?
Við erum að tala um heavy djútí myndir pípol!
vá löng færsla...klapp fyrir mér ;)
<< Home