What´s cooking in the kitchen......

Dagbók

miðvikudagur, febrúar 07, 2007

Lúðína Jóns

- part 2 -


Ég er svo kúl að ég bara verð að halda áfram að segja ykkur frá því....Ég skellti mínu fagra fési í húðhreinsun í Laugum spa í seinustu viku...fyrir ykkur sem vita ekki hvað húðhreinsun er þá er það laaangt í frá að vera eitthvað dekur dót..no no það er ógó vont og maður verður mjööög ljótur eftir það......sjá mynd


Enívei...þá er ég náttlega kreist og kramin eins og tjernóbíl-slys eftir þetta þannig að ég ætlaði að "lay low" og læðast með fram veggjum beint út í bíl. Þegar ég byrja að labba út úr snyrtistofunni var ég ekkert mikið að horfa upp (þetta var ekki beint besti dagurinn útlitslega séð ..jú know) strunsa áfram þangað til ég BOMBA á eitthvað Redken hárgreiðslu auglýsingaskilti sem er fyrir framan innganginn og dett. Afgreiðslukonan kom og spurði hvort það væri ekki í lagi ...og ALLIR í kring sáu náttlega tjernóbíl-feisið. Daginn eftir sá ég mynd af mér inná www.ugly.com ....



Annars er það helst í fréttum að við TÚTTURNAR ætlum að halda árshátíðina okkar á laugardaginn, hittast og viðra þær. Það er ekki á hverjum degi sem þetta gerist skal ég ykkur segja....... ssjjjjjjææææææse hvað það verður gaman!!


Góðar Stundir....


-skál-


Tjérnóbíl