Jæja ég er í skúlen og þá læt ég nokkrar setningar hérna inn ( ohh ég er svo mikill námshestur)
Ég fór í barnaafmæli í seinustu viku, Hafdís Anja átti 4 ára afmæli og mér var falið það mikilfengna verkefni að kaupa afmælisgjöf, ok. nó problemó. Fór í dótabúðina....vá margt bleikt of fallegt að sjá...humm látum okkur sjá....Pony sem saumar með saumavél ....frekar steikt og nei afskrifaði það, Barbie knapi....já salta það aðeins, Barbie hestur...soldið flottur vantar samt knapann með....humm Playmó garden ....sætir playmó karlar að vökva og sonna......Bratz..no way sick ljótar dúkkur og frekar slutty outfit ( eins og þær séu allar dópistar á leið í meðferð)....Rankaði við mér og fattaði að ég var búin að vera í 40 mínútur að velja dót!! Niðurstaða: ég er haldin valkvíða........hver vissi það svo sem ekki?...dúddí dú
Gleymdi að segja frá því þegar ég varð dökkhærð um daginn....þetta var á föstudegi og jes blondínan ákvað að breyta aðeins til og fá svona ljósbrúnt hár (jennifer klisja) ..nema hvað ljósa hárið mitt var með smá mótþróa og varð eiginlega bara grátt þannig að ebba skvísa litaði aftur og þá var mín sko orðin dökkhærð! humm til að gera langa sögu stutta pantaði ég tíma stax eftir helgi og ...back to blond! Brá óstjórnlega í hvert skipti sem ég leit í spegilinn yfir helgina, fannst ég vera soldið alvarleg og fjúríus á svip svona dökk ...fyrir utan það líka bara að vera frekar ljót svoleiðis. Ákvað því þá og þegar að "blonds simply have more fun" ;) Endurheimti blondínuna í mér aftur og byrjaði að brosa á ný.....enginn valkvíði þar á ferð......
Lilja - Blond for life - (lesist dramatískt)
<< Home