What´s cooking in the kitchen......

Dagbók

mánudagur, september 11, 2006

Hellú

Núna sit ég í verðbréfamarkaðsrétti og er að deyja úr leiðindum...boring! sjæse sjæse
Hvað gerir maður þá? bloggar!!;)


Helgin var prittí busy, á föstudaginn fór ég í smá leiðangur eftir skóla og ætlaði að sjoppa aðeins, kaupa mér einar buxur eða svo...ég kom tómhent heim og það gerist ekki oft skal ég segja ykkur! ég sé mér alltaf fært um að eyða nokkrum þúsurum ef ég hef þá í hendi og sé föt....en nei það sem var í bænum var bara ekki að fúnkera fyrir mig...allt ljótt og ég komst að þeirri niðurstöðu að ég bara YÐRI að komast út að sjoppa....það var ekki tekið vel undir þessa nauðsynlegu hugmynd heima fyrir:(
Fengum okkur svo að borða Sushi í Iðuhúsinu....hafði aldrei prufað það og ummmmmm!!! mæli með því, alveg geggjað gott!

Laugardagurinn fór svo í Brúðkaup hjá Stellu frænku og Agli, kaupa gjöf, láta pakka inn, taka sig til og auðvitað mæta.:) "Crybaby "mætti á svæðið (grenjaði pínu í kirkjunni) en var að reyna eyðileggja ekki málinguna þannig að ég reyndi að hugsa um verðbréfamarkaðsrétt rétt á meðan sætasta mómentið var...það var mómentið sem sungið var eftir að þau sögðu " i do":) Crybaby varð svo að "drunk-baby" síðar um kvöldið og það var borðaður frábær matur, dansað og tjúttað..lovely:)

Sunnudagurinn ..tjahh eg hef ekki nein falleg orð um hann að segja...nema að þynnkumaturinn var góður og nammið....eina sem ég sé jákvætt við þynnkuna! tjahh úff held maður sé orðin of gamall fyrr þetta sull!!

over and out
crybaby