What´s cooking in the kitchen......

Dagbók

þriðjudagur, júní 20, 2006

Im back....

Jes komin aftur á klakann:) Lenti í seinustu viku og það tók á móti mér þetta líka glimmrandi al-íslenska veður.....ísköld rigning og skítakuldi....how refreshing.....! En ég var fljót að gleyma því þar sem það er alltaf gott að koma heim :o)

Ég er ótrúlega ánægð með ferðina og fannst ég fá heilmikið út úr því að vera hjá fjölskyldu....þrátt fyrir nokkur óþægileg móment þar sem gel fór á kostum þá held ég að það var vel þess virði að aðlaga sig að erlendri fjölskyldu og þeirra menningu og þá sérstaklega að tala spænskuna við þau. Talandi um fjölskylduna....þá var sko semi- serimónía daginn sem ég fór, mamman tók sér frí í vinnunni og Gel tók sér frí í skólanum til að kveðja mig.....uhhh ég bað þau EKKI um það! En það kom ekki annað til greina hjá þeim, svo knúsaði hún mig bak og fyrir þegar hún kvaddi mig og rétti mér heilan innkaupapoka af mat sem hún hafði örugglega eytt allri nóttinni í að elda (spænsk tortilla, bocadillo með jamón, samlokur, kex og guð má vita hvað) Hún hefur örugglega hugsað með sér "seinsasti séns til að fita stelpuna"! En gel var bara þögull á kantinum.....en þau voru voða ljúf við mig allan tímann:)

Nú er það bara hversdagsleikinn tekinn við og vinnan.....þannig að núna fáiði ekki jafn krassandi sögur....nú verðiði bara að láta ykkur duga tja...daglegt röfl í mér:o)

Hendi inn myndum innan skamms...