What´s cooking in the kitchen......

Dagbók

föstudagur, júní 30, 2006

Bissý Bíííí

Ég fæ örugglega bloggverðlaun ársins 2006 fyrir dugnaðinn í mér.... ég blogga svo mikið!

Skoohh búið að vera soldið bisssý hjá mér síðan ég kom heim. Nú er ég byrjuð að vinna á löffa-stofu, þar sem ég mun spreyta mig í sumar og so far líkar mér mjög vel. Soldið mikið að læra þannig að það er pínu erfitt að halda kúlinu allan daginn......held reyndar að ég sé bara ekkert kúl í vinnunni........"kemur".

Það helsta sem ég hef afrekað undanfarið er ..humm....útskriftarveisla seinustu helgi (sem endaði þannig að ég varð mjöööög svo drukkin og hef held ég ekki verið svona síðan bara back in the days) höhumm nóg um það...svo fór ég á frumsýninguna á leikritinu Footloose, út að borða á nýjum stað niðrí bæ sem heitir Silfur (geðveikur..mæli með honum!) matarboð hjá maju og gunna þar sem við peppuðum Krótatíu-tilhlökkunina upp úr öllum völdum, skúraði elliheimili (dont ask), fékk giftingar-bónorð frá gömulum kalli á elliheimilinu og fleiri æsispennandi hlutir...

Jæja nóg um afrekin á síðustu vikum, loksins drullaðist ég til að henda inn myndum frá SPAIN baby! nú fáiði góðir gestir loksins að sjá GEL og fjölskyldu...verð samt að hryggja ykkur með því að það eru bara tvær myndir af ástarpungnum.....vildi ekki láta hann halda að ég væri bara að fara heim og stækka myndir af honum...not kúl....múhaha
setti mynda linkinn hér til hliðar...

smá sýnishorn....

erum við að tala um sleikt niður...kannski gel?