What´s cooking in the kitchen......

Dagbók

fimmtudagur, maí 04, 2006


Uppfærsla

Jæja held það sé alveg kominn tími á smá bloggeddí blogg....

Maður var nú að hlakka til þess að vera búin í prófum...en þá tók bara önnur keyrsla við...verkefnavinnan, en það er samt mun skárra en félagslega-einangrunin sem prófin bjóða upp á!

Annars er það helst í fréttum að London var alveg lovely, ótrúlegt en satt þá sofnaði ég ekki í stúkunni heldur fylgdist mjööög vel með leiknum og varð meir að segja pínu spennt á köflum;)Það er alveg afrek út af fyrir sig að ég skuli fylgjast með boltanum...en þeir voru líka pínu sætir sumir dúddarnir þarna inná;) Svo fæ ég alveg plús í kladdann fyrir að hemja mig í búðunum þar sem að gengið er "sky high" og buddan frekar þunn ...

En það sem er helst í fréttum er að ÉG FER TIL BURGOS EFTIR 16 DAGA!! shit scary.......
Já já þetta er bara allt að bresta á.......þar verð ég að "habla espanol" í mánuð í háskólanum í Burgos ....og auðvitað reyna brúnka smá í leiðinni meðan ég geri málfræði æfingarnar. Verst finnst mér þó að ég verði ekki með Tanorexíu með mér (Hönnu) eins og síðast og næ líklegast þar af leiðandi ekki jafn góðum "tan-árangri"......

Jæja verð að halda áfram í verkefnavinnu....að lokum læt ég fylgja nokkrar myndir af verðandi heimabæ mínum.....



Einhversstaðar í þessum garði mun ég liggja í sólinni....


Chateadral of Burgos...þarna mun ég mæta í messu kl.10 á sunnudögum...muha

Og þetta er Háskólinn í Burgos....þar sem ég verð doktor í spænsku

Adios mi amigos....

Lilja senorita