Brussel baby
Jæja þá er ég komin heim frá Brussel, og ef ég tek vægast sagt til orða þá var þessi ferð algjör snilld:) Stíf dagskrá fyrstu dagana þar sem við sátum á fyrirlestrum frá 8 á morgnanna til 18 og endað með kokteil, þar sem flestir enduðu tipsy;) Samt sem áður gerðum við mjög virðulega hluti og hlustuðum á hvern fyrirlesturinn á eftir öðrum. Við heimsóttum m.a. Evrópusambandið; framkvæmdastjórnina, ráðherraráðið,evrópuþingið og svo íslenska sendiráðið í Brussel. Samtals held ég að ég hafi sofið í svona 15 tíma allar fimm næturnar...enda margt sem þurfti að framkvæma, dagarnir bókaðir, kvöldin fóru í út að borða og svo tjútt, svo þurfti maður náttlega að skanna búðirnar...sem voru reyndar afar lakar:(
Þar sem Belgía er fræg fyrir sitt unaðslega súkkulaði og þar er helsta súkkulaði framleiðslan í Evrópu þá var ég náttlega in HEAVEN...sjæse! súkkulaðið og konfektið himneskt ...og ekki voru "Belgium waffles" með bræddu heitu súkkulaði neitt verri. Ég Overdósaði seinasta daginn og fékk magapest, knúsaði klósettið alla þá nótt:( ....kannski soldið gott á mig....
Eftir að dagskránni lauk tókum við gott skrall og það var eins og beljum úr fjósi hafi verið sleppt út, við vorum búin að vera svo stillt, prúð og virðuleg í þessum stofnunum að það var kominn tími á smá útrás.....mynd segir meira en mörg orð.....
Fleiri hamfarir má sjá á ....... http://public.fotki.com/llilja04/
<< Home