What´s cooking in the kitchen......

Dagbók

sunnudagur, febrúar 26, 2006



Langar svo......

Okei vá hvað ég er búin að vera slök að skrifa! sjæse!.....en ég er bara búin að vera svo obboslega upptekin að reyna finna út flotta pósu sem virkar fyrir myndatökuna í Hér og Nú.....Já, því samkvæmt þeirra fyrirsögn langar mig svoooo að vera næsta Hér og Nú stúlkan.....veit ekki alveg hvernig þeir fengu það út...jú kannski af því þeir hafa það að vinnu að segja það sem þeim dettur í hug....þetta væri eitthvað sem ég hefði trúað Hönnu vinkonu til að gera þegar hún væri í glasi, að hringja inn og sækja um fyrir mig (hún hefur hótað mér því) .....en nei hún stóð víst ekki á bak við þessa fyrirsögn....en ég ætti kannski bara að taka tilboðinu að sitja fyrir, finna mér flotta svuntu, góðan wonderbra, spenna magann og segjast elska að ferðast...... sjáiði það ekki fyrir ykkur?

Það var árshátíð Lögréttu á fimmtudaginn og það var rosa fjör. Ég hélt að ég og Gullskórnir mínir værum farin að tala sama tungumálinu en nei...þeir urðu að pyntingarskóm þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að deifa það með scrudriver! held ég verði í íþróttaskóm út næstu viku...bjútí is pain man!


Hérna var verið að reyna lina þjáningar vegna gullskónna.....



Á föstudaginn fórum við svo nokkrar túttur út að borða á Tapas barinn...very good. Þetta var fyrsta tjútt Rakelar a.k.a trúnótútta í rúmt ár. Eitthvað hlýtur hún Lilja Marín að hafa þurft að hlusta á hana mömmu sína undanfarið því viti menn það var enginn tekinn á trúnó......;) Kíktum svo aðeins down town og hrisstum rassinn en vorum jafnframt mjög prúðar. Enda var ég hálfbeygluð eftir árshátíðina...
myndir hér http://public.fotki.com/Liljag/rsht_lgrttu/



sunnudagur, febrúar 19, 2006

Konudagurinn ...taka 2

okei okei....hann tók smá U-beygju
Ég setti upp "sad-puppy eyes" þegar hrotumaðurinn kom fram úr í morgun og viti menn þvotturinn fór á sinn stað og ég var að koma frá Ítalíu þar sem snæddur var dýrindis góður matur:D


Ég vaknaði í morgun við mjög miklar drunur......þegar ég hafði rankað nægilega við mér gerði ég mér grein fyrir því að drunurnar voru samspil af hrotum frá kallinum mínum og bor hjá nágrannanum......
Fór framúr...þar var fullur vaskur af óhreinu leirtaui, svo gat ég ekki sest í sófann út af þvotti sem á eftir að brjóta saman....kíkti svo í spegilinn inn á baði ....og þar var ein ný bóla
GLEÐILEGAN KONUDAG

þriðjudagur, febrúar 14, 2006


Brussel baby
Jæja þá er ég komin heim frá Brussel, og ef ég tek vægast sagt til orða þá var þessi ferð algjör snilld:) Stíf dagskrá fyrstu dagana þar sem við sátum á fyrirlestrum frá 8 á morgnanna til 18 og endað með kokteil, þar sem flestir enduðu tipsy;) Samt sem áður gerðum við mjög virðulega hluti og hlustuðum á hvern fyrirlesturinn á eftir öðrum. Við heimsóttum m.a. Evrópusambandið; framkvæmdastjórnina, ráðherraráðið,evrópuþingið og svo íslenska sendiráðið í Brussel. Samtals held ég að ég hafi sofið í svona 15 tíma allar fimm næturnar...enda margt sem þurfti að framkvæma, dagarnir bókaðir, kvöldin fóru í út að borða og svo tjútt, svo þurfti maður náttlega að skanna búðirnar...sem voru reyndar afar lakar:(
Þar sem Belgía er fræg fyrir sitt unaðslega súkkulaði og þar er helsta súkkulaði framleiðslan í Evrópu þá var ég náttlega in HEAVEN...sjæse! súkkulaðið og konfektið himneskt ...og ekki voru "Belgium waffles" með bræddu heitu súkkulaði neitt verri. Ég Overdósaði seinasta daginn og fékk magapest, knúsaði klósettið alla þá nótt:( ....kannski soldið gott á mig....
Eftir að dagskránni lauk tókum við gott skrall og það var eins og beljum úr fjósi hafi verið sleppt út, við vorum búin að vera svo stillt, prúð og virðuleg í þessum stofnunum að það var kominn tími á smá útrás.....mynd segir meira en mörg orð.....
















Fleiri hamfarir má sjá á ....... http://public.fotki.com/llilja04/

sunnudagur, febrúar 05, 2006

Mæli með..........

Daimtertusneið frá Bakarameistaranum....bara svona til að létta lundina á sunnudegi:0) jammí jamm

Kíkti aðeins út með stelpunum í gær, það var vel stappað í bænum....Það er alltaf jafn gaman að lenda í því þegar einhver vippar sér að mér og " hææææ ka segiru eskan" ...ka er að frétta.....ógsissilega gamman að sjáðig.....og ég horfi á viðkomandi og hugsa "who the fu......is that"?
Þetta gerist í hvert einasta skipti sem ég kíki downtown og ástæðan er ekki sú að ég sé ómannglögg heldur á ég víst keimlíkan tvífara...... á dögunum lenti ég í því að viðkomandi trúði ekki að ég væri ÉG þar til ég sýndi honum debetkortið mitt....þá var hann fljótur að láta sig hverfa...
Svo eru stelpurnar alltaf að furða sig á því hvað ég þekki alltaf marga niðrí bæ...heilsandi hinum og þessum;)

miðvikudagur, febrúar 01, 2006

Aint that sweet....

You Are Most Like Carrie!

You're quirky, flirty, and every guy's perfect first date.But can the guy in question live up to your romantic ideal?It's tough for you to find the right match - you're more than a little picky.Never fear... You've got a great group of friends and a great closet of clothes, no matter what!
Romantic prediction: You'll fall for someone this year...
Totally different from any guy you've dated.

.............suss nú má kallinn fara að passa sig;)