Annáll 2005....
Smá samantekt á árinu sem leið....
- Janúar var frekar rólegur, ég fór á Combat-kennaranámskeið og lærði að kenna fólki að kýla og sparka í vindinn, það hefur ekki ennþá reynt á hversu praktískt þetta námskeið var varðandi sjálfsvörn...vonum bara að ég þurfi ekki að kýla einhvern fyrir Audda af því hann nennir ekki að tala við viðkomandi niðrí bæ.....*hóst fazmó *hóst....
- Febrúar: ég flutti að heiman ..án efa drastískasta breyting ársins hjá mér! Voða gaman að fara í nýju íbúðina og eiga sitt saman:)
- Árshátíð skólans var alveg frábær, ég, Kalla og Oddrún vorum í miklum ham og ákváðum að sýna okkar innri djammara .......kvöldið endaði þó ekki jafn vel.
- Mars: Fékk þær fregnir að TRÚNÓ-TÚTTA væri ólétt! grunur minn staðfestur og ég fékk ekki eitt einasta trúnó frá neinum það sem eftir var ársins.....Rakel mín...im all ears þegar þú færð þér næst í aðra tánna eftir árs hlé;)
- Apríl: almenn mýgla, prófalestur og ljótan í hámarki
- Maí: Próflok, næst tók við verkefnavinna þar sem við hópurinn stofnuðum fyrirtækið Sumarlundur ehf. þar sem við ætluðum að gefa íslenskum fjölskyldum tækifæri á að rækta sambandið í útileigum.....lost case..... Í enda mánaðarins byrjaði ég í bókhaldinu góða, þar sem ég vann út sumarið.
- Júní: vonarbarn íslensku þjóðarinnar átti afmæli þann 7. júní;) ekki frá því að ný hrukka hafi myndast. Fékk óvænta og hina alræmdu Las Vegas ferð sömu viku, sem by far stóð upp úr á þessu ári, algjör snilld þar til hér og hor breytti því í martröð......ætla ekki að eyða fleiri orðum í þann viðbjóð. Í Enda júní fór ég til London með famelíunni, very næs:)
- Júlí: vinna vinna, kallinn 25 ára og haldið partý með pompi og prakt. Mjög skemmtileg bústaðarferð með Maju, Gunna, Rebbu og Ömma, spilað, borðað góðan mat og drukkið. Endann Júlí; útilega um verslunarmannahelgina til Akureyrar þar sem vinir Audda héldu mér góðri með því að splæsa á mig fullt af fötum...mis flott þó. ( mörg af þeim voru úr versluninni B-YOUNG á Akureyri.....að mínu mati ætti verlsunin frekar að heita U-are old....þar sem fötin eru í samræmi við það)
- Ágúst: vinna og svo back to school....
- September: hin alræmda TÚTTUFERÐ til Köben að heimsækja Húmorstúttu (lenu) þar var verlsað, borðað góðan mat, verlsað, hjólað , verslað, hjólinu okkar stolið, sem við leigðum...ekki gott, verlsað, drukkið, verlsað og síðast en ekki síst farið á Alibaba-bar þar sem Hanna laug að talíbönum að ég væri Chinese....
Í lok september var svo surprise Londonferð, jamm ég er kona á faraldsfæti:) - Október: Trúnótútta átti yndislega fallega stelpu!! Allar tútturnar hrisstust af gleði
- Nóvember: almenn mygla og próflestur, taugahrúa og titringur
- Desember: próflok, jaxlataka, einkunnir vei:) Túttubarnið skírt Lilja Marín...bara flott nafn:) Jólin og allt tilheyrandi og ....last but not least Florída baby, þar sem ég, Ben og Jerry (rasskinnarnar) og fjölskyldan eyddum seinustu dögum ársins....abseloutley lovely!!
Jæja hér hafiði það, plís ekki vera sár ef ég gleymdi einhverri merkilegri stund sem ég átti með þér...it just wasnt outstanding!...nei segi svona ....gæti alveg hafa gleymt einhverju mögnuðu......þá bara commenta:)
<< Home