Jæja nú er maður bara farin að blogga á vikufresti....ekki dugleg, en blogg-genin hafa verið í dvala undanfarið....
En smá up-date....helgin var mjög róleg, hún einkenndist aðallega af leti, áti, og samviskubiti fyrir að vera svona löt:( Hinsvegar var ég með fulla einbeitingu þegar við skelltum okkur í bíó á Brokeback Mountain ...
Ég vissi í raun ekkert um söguþráðinn áður en ég fór á hana, eina sem ég vissi var að Heath Ledger og Jake þurftu að kyssast fyrir eitthvað atriði í henni....en viti menn þeir þurftu að kyssast ansi oft og gera meir en það! Hjónin við hliðiná okkur voru í eldri kantinum og það mátti lesa utan á andlitunum þeirra "hvað er í gangi hérna!" og nokkur fnuss frá karlinum við hliðin á mér....en svo var mér litið til kallsins míns og það var einnig einhver ónota svipur þar á bæ..........mjög fyndið hvað karlmönnum þykja svona "guy-guy thing" óþægilegt (þeas. þeir sem eru straight). Hinsvegar fer ég ekki öll í kúk og kleinu þó að eitthvað "stelpu atriði" er í gangi....við kvennsurnar erum kannski vanari þessu með þáttum eins og t.d. The L-word og fl.
Jæja ...Heimspeki hornið búið í dag...until next time....;)