What´s cooking in the kitchen......

Dagbók

mánudagur, janúar 30, 2006

Jæja nú er maður bara farin að blogga á vikufresti....ekki dugleg, en blogg-genin hafa verið í dvala undanfarið....

En smá up-date....helgin var mjög róleg, hún einkenndist aðallega af leti, áti, og samviskubiti fyrir að vera svona löt:( Hinsvegar var ég með fulla einbeitingu þegar við skelltum okkur í bíó á Brokeback Mountain ...


Ég vissi í raun ekkert um söguþráðinn áður en ég fór á hana, eina sem ég vissi var að Heath Ledger og Jake þurftu að kyssast fyrir eitthvað atriði í henni....en viti menn þeir þurftu að kyssast ansi oft og gera meir en það! Hjónin við hliðiná okkur voru í eldri kantinum og það mátti lesa utan á andlitunum þeirra "hvað er í gangi hérna!" og nokkur fnuss frá karlinum við hliðin á mér....en svo var mér litið til kallsins míns og það var einnig einhver ónota svipur þar á bæ..........mjög fyndið hvað karlmönnum þykja svona "guy-guy thing" óþægilegt (þeas. þeir sem eru straight). Hinsvegar fer ég ekki öll í kúk og kleinu þó að eitthvað "stelpu atriði" er í gangi....við kvennsurnar erum kannski vanari þessu með þáttum eins og t.d. The L-word og fl.

Jæja ...Heimspeki hornið búið í dag...until next time....;)

mánudagur, janúar 23, 2006

what a weekend.... já aldeilis skemmtileg helgi að baki....

Á föstudaginn var rosa tjútt hjá stelpunum í bekknum, fórum út að borða og höfðum gaman....nokkrar myndir hér... http://public.fotki.com/begga10/partymyndir/lexpiudjamm/
Á laugardaginn var svo matarklúbburinn þar sem gestgjafinn kom okkur heldur betur á óvart með svooo góðum mat að við trúðum varla að hann hefði matreitt hann...það kom á daginn þegar aðalrétturinn var borinn fram að það var enginn annar en Jói Fel sem eldaði ofan í okkur og ummmmm umm umm hvað þetta var gott...maðurinn kann sitt fag:)
sem sagt stútfull helgi af góðum mat...sem endaði náttlega með eðal Hróa pítsu svona til að trappa skalann aðeins niður;)

Ég rakst á hana góðvinkonu mína tískuslysið Mariuh Carey í sjónvarpinu um daginn, þar var hún að halda upp á páskana í einu af myndböndunum sínum.....ég vissi ekki að það væri hægt að fá gulan latex páskakjól..ótrúlega lekkert.....ég hló allt myndbandið ...sjæse konan er pínu "rítarded" þegar það kemur að fatavali ...og fatastærðum verð ég að segja......hér er eitt af meistarlegum-stíleseringum hennar....tékk out the adidas socks.......

mánudagur, janúar 16, 2006

Annáll 2005....

Smá samantekt á árinu sem leið....


  • Janúar var frekar rólegur, ég fór á Combat-kennaranámskeið og lærði að kenna fólki að kýla og sparka í vindinn, það hefur ekki ennþá reynt á hversu praktískt þetta námskeið var varðandi sjálfsvörn...vonum bara að ég þurfi ekki að kýla einhvern fyrir Audda af því hann nennir ekki að tala við viðkomandi niðrí bæ.....*hóst fazmó *hóst....
  • Febrúar: ég flutti að heiman ..án efa drastískasta breyting ársins hjá mér! Voða gaman að fara í nýju íbúðina og eiga sitt saman:)
  • Árshátíð skólans var alveg frábær, ég, Kalla og Oddrún vorum í miklum ham og ákváðum að sýna okkar innri djammara .......kvöldið endaði þó ekki jafn vel.
  • Mars: Fékk þær fregnir að TRÚNÓ-TÚTTA væri ólétt! grunur minn staðfestur og ég fékk ekki eitt einasta trúnó frá neinum það sem eftir var ársins.....Rakel mín...im all ears þegar þú færð þér næst í aðra tánna eftir árs hlé;)
  • Apríl: almenn mýgla, prófalestur og ljótan í hámarki
  • Maí: Próflok, næst tók við verkefnavinna þar sem við hópurinn stofnuðum fyrirtækið Sumarlundur ehf. þar sem við ætluðum að gefa íslenskum fjölskyldum tækifæri á að rækta sambandið í útileigum.....lost case..... Í enda mánaðarins byrjaði ég í bókhaldinu góða, þar sem ég vann út sumarið.
  • Júní: vonarbarn íslensku þjóðarinnar átti afmæli þann 7. júní;) ekki frá því að ný hrukka hafi myndast. Fékk óvænta og hina alræmdu Las Vegas ferð sömu viku, sem by far stóð upp úr á þessu ári, algjör snilld þar til hér og hor breytti því í martröð......ætla ekki að eyða fleiri orðum í þann viðbjóð. Í Enda júní fór ég til London með famelíunni, very næs:)
  • Júlí: vinna vinna, kallinn 25 ára og haldið partý með pompi og prakt. Mjög skemmtileg bústaðarferð með Maju, Gunna, Rebbu og Ömma, spilað, borðað góðan mat og drukkið. Endann Júlí; útilega um verslunarmannahelgina til Akureyrar þar sem vinir Audda héldu mér góðri með því að splæsa á mig fullt af fötum...mis flott þó. ( mörg af þeim voru úr versluninni B-YOUNG á Akureyri.....að mínu mati ætti verlsunin frekar að heita U-are old....þar sem fötin eru í samræmi við það)
  • Ágúst: vinna og svo back to school....
  • September: hin alræmda TÚTTUFERÐ til Köben að heimsækja Húmorstúttu (lenu) þar var verlsað, borðað góðan mat, verlsað, hjólað , verslað, hjólinu okkar stolið, sem við leigðum...ekki gott, verlsað, drukkið, verlsað og síðast en ekki síst farið á Alibaba-bar þar sem Hanna laug að talíbönum að ég væri Chinese....
    Í lok september var svo surprise Londonferð, jamm ég er kona á faraldsfæti:)
  • Október: Trúnótútta átti yndislega fallega stelpu!! Allar tútturnar hrisstust af gleði
  • Nóvember: almenn mygla og próflestur, taugahrúa og titringur
  • Desember: próflok, jaxlataka, einkunnir vei:) Túttubarnið skírt Lilja Marín...bara flott nafn:) Jólin og allt tilheyrandi og ....last but not least Florída baby, þar sem ég, Ben og Jerry (rasskinnarnar) og fjölskyldan eyddum seinustu dögum ársins....abseloutley lovely!!

Jæja hér hafiði það, plís ekki vera sár ef ég gleymdi einhverri merkilegri stund sem ég átti með þér...it just wasnt outstanding!...nei segi svona ....gæti alveg hafa gleymt einhverju mögnuðu......þá bara commenta:)

miðvikudagur, janúar 11, 2006

Honey Im home.....

Gleðilegt nýtt ár everybody....þið verðið að afsaka ef ég skrifa mikið á ensku ....ég er orðin svo amerísk eftir Flórída, ég er meir að segja búin að skýra rasskinnarnar mínar amerísku nafni, þær heita BEN & JERRY...til heiðurs besta ís í HEIMI!

Það var algjört yndi að komast til Flórída og vera í faðmi fjölskyldunnar og slappa aðeins af, alveg lovely:) en núna er ég í stjórnsýslurétti og það er svo gaman að ég verð að fara fylgjast með...*hóst*

en ég lofaði Lenu að setja þetta inn.....og þið eigið að svara :0)

1. Hver ert þú?
2. Erum við vinir?
3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig?
4. Ertu hrifin/nn af mér?
5. Langar þig að kyssa mig?
6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það.
7. Lýstu mér í einu orði.
8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
9. Lýst þér ennþá þannig á mig?
10. Hvað minnir þig á mig?
11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera?
12. Hversu vel þekkiru mig?
13. Hvenær sástu mig síðast?
14. Hefur þig einhvern tímann langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það?
15. Ætlaru að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig