Obbbossí....
Ég var búin að gera díl við sjálfa mig að fara ekkert í Kringluna eða Smáralind fyrr en eftir próf....út af því að það er bara veist of presíjus les-tíma. Nema hvað, það var seinasti kennsludagurinn í dag og við sluppum frekar snemma úr fyrirlestri....vegna óviðráðanlegra aðstæðna beygði stýrið mitt að Smáralind....hafði reyndar löglega afsökun til að fara þangað (það kviknaði næstum í blendernum í morgun....það komu neistar og alles, og ætlaði náttlega að henda honum aftur í hausinn á þeim bræðrum Ormsson) anyway...þegar ég var búin að því var ég í bílnum og þá var allt í einu JÓLAHJÓL blastandi í útvarpinu! uuuu seinast þegar ég vissi þá var nóvember.....út af þessu yfirtók jólaandinn mig og ég snarhemlaði og brunaði í IKEA....fyrst ég var nú byrjuð! Fór þangað og "missti" mig aðeins, keypti kúlur og allskyns jóladót....Svo náttlega til að toppa jóla-haminn sem ég var komin í, endaði ég í Blómaval....en þar er sko gordjöss jólastöff og þá fannst mér Ikea dótið doldið ljótt.....
en stoltust er ég af jólastjörnunni sem ég keypti (fyrir ykkur sem vitið ekki hvað jólastjarna er þá er það blóm jólahátíðarinnar, ekki bara "Kúl planta" eins og maðurinn minn sagði þegar hann sá jólastjörnuna).
En þetta er sko ekki sniðugt að taka svona þjófstart á jólastemminguna...prófin eru ekki einu sinni byrjuð og nú vill maður bara hraðspóla yfir allt og vera bara að blása á sér hárið fyrir aðfó;) Ég ætla trappa mig aðeins niður af jóla-skapinu og bíða með skreytingar þangað til fyrsta í aðventu allavega...þá verður Jósep, María, Jesú, og Rúdolf sett út í garð og tendrað ljósin, svo ætlum við nágrannarnir að syngja jólasöngva og ganga hringinn í kringum þau...
sjáiði það ekki fyrir ykkur?.... hahaha
<< Home