What´s cooking in the kitchen......

Dagbók

mánudagur, nóvember 28, 2005

one down four to go

Sjæse ég var í einu af erfiðari prófum sem ég hef farið í á ævi minni í morgun. Skaðabótaréttur a - la Doktor Skaði. Skemmtilegt að vera búin að lesa undir BARA þetta fag í rúma viku, day and night og koma svo í prófið og skoða raunhæfa verkefnið og bara.........hmmmm við höfum aldrei þurft að gera svona áður!?!ekki góð tilfinning...meira svona panic attack.... Jebb life is full of surprises!

Ég fór í fjölskyldumatarboð á laugardagskvöldið og þar var litli frændi minn sem kom til mín og spurði " Lilja er Auddi að leika typpi í leikritinu sínu"? ....uuu nei ekki alveg.....meira svona tala bara sagði ég. "Er hann þá ekki í neinum búning"? spurði frændi minn, "nei hann er bara svona að djóka upp á sviði" sagði ég. Hann horfði á mig þungt hugsi og fór aftur til krakkanna.....

þriðjudagur, nóvember 22, 2005

PERFECT TIMING!

ó boy....ég sé ekki mikla gleði framundan.....þetta blogg er orðin eins og þjóðarsálin!
Fyrir utan að vera illt út af því að ég er að lesa undir próf all day long, þá var ég með smá tannpínu, þannig að ég ákvað að bjalla í tannsa og athuga málið.....nei nei haldiði að vinstri endajaxlinn hafi ekki bara boðið sér óvænt í heimsókn yfir jólin!! Þar að auki er komin sýking!:( Ég er að byrja í prófum og hef engan tíma fyrir svona vesen, þannig að mér til mikillar gleði þá verður hann rifinn úr mér þann 14.des. Ég sem sagt fer beint úr seinasta munnlega prófinu og bruna til tannsa í aftöku !!!! Fer svo heim og fagna próflokum með Parkódíni og Ibúfen og drekk súpu, á meðan bekkjarsystkyni mín súpa eitthvað sterkara:( Ég verð fær um að tyggja jólasteikina....."ef allt gengur vel" sagði doktorinn. Svo situr mér enn ferskt í minni jaxlataka Hildar sem var fyrir alls ekki svo löngu, hún endaði upp á spítala....!! ég vil ekki eyða jólunum upp á spítala með sýklalyf í æð.......
..jæja enough with the tears, aftur að læra....bara bíta á jaxlinn....haha
ps. þeir sem vorkenna mér commenta:0)

föstudagur, nóvember 18, 2005

Obbbossí....

Ég var búin að gera díl við sjálfa mig að fara ekkert í Kringluna eða Smáralind fyrr en eftir próf....út af því að það er bara veist of presíjus les-tíma. Nema hvað, það var seinasti kennsludagurinn í dag og við sluppum frekar snemma úr fyrirlestri....vegna óviðráðanlegra aðstæðna beygði stýrið mitt að Smáralind....hafði reyndar löglega afsökun til að fara þangað (það kviknaði næstum í blendernum í morgun....það komu neistar og alles, og ætlaði náttlega að henda honum aftur í hausinn á þeim bræðrum Ormsson) anyway...þegar ég var búin að því var ég í bílnum og þá var allt í einu JÓLAHJÓL blastandi í útvarpinu! uuuu seinast þegar ég vissi þá var nóvember.....út af þessu yfirtók jólaandinn mig og ég snarhemlaði og brunaði í IKEA....fyrst ég var nú byrjuð! Fór þangað og "missti" mig aðeins, keypti kúlur og allskyns jóladót....Svo náttlega til að toppa jóla-haminn sem ég var komin í, endaði ég í Blómaval....en þar er sko gordjöss jólastöff og þá fannst mér Ikea dótið doldið ljótt.....

en stoltust er ég af jólastjörnunni sem ég keypti (fyrir ykkur sem vitið ekki hvað jólastjarna er þá er það blóm jólahátíðarinnar, ekki bara "Kúl planta" eins og maðurinn minn sagði þegar hann sá jólastjörnuna).

En þetta er sko ekki sniðugt að taka svona þjófstart á jólastemminguna...prófin eru ekki einu sinni byrjuð og nú vill maður bara hraðspóla yfir allt og vera bara að blása á sér hárið fyrir aðfó;) Ég ætla trappa mig aðeins niður af jóla-skapinu og bíða með skreytingar þangað til fyrsta í aðventu allavega...þá verður Jósep, María, Jesú, og Rúdolf sett út í garð og tendrað ljósin, svo ætlum við nágrannarnir að syngja jólasöngva og ganga hringinn í kringum þau...
sjáiði það ekki fyrir ykkur?.... hahaha

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Sá tími ársins sem......

að ég vildi helst hraðspóla yfir....NO LIFE framundan, við erum að tala um þann tíma árs þegar taugarnar ættu að fá borgað fyrir yfirvinnu og hvað þá heilinn....

Prófin eru handan við hornið og mér finnst ég vera með kúk í buxunum...ss. að fara skíta á mig, ég fer í fimm próf, tvö af þeim eru munnlegpróf sem mér finnst bara það versta, væri frekar til í að fara í fjögurra klukkutímapróf og fá bara ritgerðarspurningar. Púlsinn á mér fer upp í þúsund slög, ég titra, svitna og síðast en ekki síst fæ ég "blackout" þar sem ég man varla hvað ég heiti og hvað þá að geta sagt hver skilyrðin séu fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu skv.11.grein samkeppnislaganna eða eitthvað í þeim dúr:/

Sjónvarpið verður besti vinur manns á slíkum raunar tímum, og gott að skríða bara undir teppi ...forget all your worries and your fears....og ýminda sér að maður sé Harold í Nágrönnum....
Ramsey street kallar.....

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Risinn upp frá....

Jæja gat ekki hamið mig og hef því ákveðið að skella nokkrum línum hérna inn vegna fjölda áskoranna, tölvupósta, símskeyta og símhringinga.....not

Svona mesta bræðin er runnin af mér varðandi vesenið þarna um daginn, tek það fram mesta reiðin er liðin hjá en það er nóg eftir!! og það er verið að vinna í því....

Allavega þá er það helst í fréttum að ein af túttunum er orðin túttuMAMMA, hún Rakel eignaðist bjútífúl prinsessu fyrir rúmri viku og ég get svo svarið það að Hallgrímskirkja þurfti ekki að hringja bjöllum sínum síðastliðinn sunnudag, klingið frá hinum túttunum ómar alla leið til Neskaupsstaðs;) Það er skoðanakönnun inn á túttusíðunni og þar er verið að athuga hver er líklega næst með baby.....einhverra hluta vegna er ég ekki ofarlega á þeim lista....ég fór að pæla hvort það gæti stafað af því að ég er alltaf að týna húslyklunum mínum og kortum (það er reyndar aldrei týnt, finn þetta alltaf aftur eftir 5 mín tops).....og ég held að þegar stelpurnar voru að kjósa ýminduðu þær sig mig læsta úti með barnið mitt eða jafnvel búin að týna sjálfu barninu.........

Jæja halda áfram með verkefni ....koma svo:(

Lilja babysitter...allavega í bili