What´s cooking in the kitchen......

Dagbók

laugardagur, október 15, 2005

Chinese/Egyptian.....

jiii hvað ég er fersk hérna með baugana mína á laugardagsmorgni í jolly-fíling að reyna klára ógeðisverkefni í réttarfari......

Talandi um bauga og augu....ég klippti á mig massívan topp í vikunni og var smá brugðið í fyrstu. Ég grínaðist með þetta og kallaði þetta Egypta klippingu....svona eins og kleopatra var með...if you know what I mean .....(þið getið mínusað frá fegurðina á myndinni og þá eruði komin með klippinguna mína;)

Anyways.....áfram með smjörið....ég kíkti svo heim í mat í vikunni og þá kemur systir mín að mér..."vá þú ert í ALVÖRU eins og Egypti.." ég bara " haha já já skrýtin klipping..." stella svaraði: " nei sko augun í þér eru eins og þú sért sko Egypsk".......hmm þarna stóð ég í stofunni heima og fékk flashback af interesting moment sem gerðist fyrir nokkrum árum,: þar sem ég og Hanna vorum í rólegheitum að spjalla og skoða Vouge eða eitthvað tímarit og Hanna hefur nú ekki verið þekkt fyrir að liggja á skoðunum sínum hingað til. En allavega þá er hún að fletta blaðinu og þar er huges mynd af Lucy Liu...Hanna virðir myndina e-d fyrir sér og segir svo: " Lilja þú ert sko þokkalega lík Lucy....ég meina þið eruð með alveg eins augu, svona skáeygð". "JáHÁ...er hún að djóka?" hugsaði ég með mér á meðan ég horfði á KÍNVERJANN Á MYNDINNI.....

þess ber einnig að geta að þegar við tútturnar vorum í Köben á dögunum þá komu einhverjir Tyrkir og gerðu sig kærkomna við borðið okkar og Hanna var svo elskuleg að kynna okkur allar og benti svo á mig og sagði "this is Ann Sue, she is half icelandic and half chinese"

Endilega verið ekki feimin að segja það ef þið eruð á annarri skoðun og finnst ég kannski frekar vera indjáni....