What´s cooking in the kitchen......

Dagbók

þriðjudagur, október 25, 2005

Ætli þetta verði ekki síðasta færslan mín á þessu bloggi.....
Ég taldi mig vera nokkuð trygga að læsa síðunni minni og gefa þar með SKÝR SKILABOÐ að ég vildi ekki láta birta efni af henni!!! Það virðist ekki skipta máli hjá fólki sem er hefur litla siðferðiskennd í vinnu sinni.....Mér var tjáð það áðan að það ætti að nota nokkrar myndir sem VORU (nota bene þá er ég búin að henda og læsa allflestum myndunum) í næsta tölublað Hér og Nú .....ef mig langar að fara í viðtal og láta birta myndir úr einkasafni ÞÁ FER ÉG SJÁLF MEÐ FÚSUM OG FRJÁLSUM VILJA..... hverjum er ekki sama þó við höfum farið til útlanda í sumar með vinafólki? ég bara spyr?
Ég er ekki að skrifa hérna til að skaffa þeim greinar í blaðið......svo í þokkabót er ég bara nobody......

fimmtudagur, október 20, 2005

HÓLÍ MÓLÍ

Eins og ég hef kannski áður nefnt þá er ég ekkert sértaklega hrifin af nágranna mínum á efri hæðinni, hann er svona túra maður og tekur sínar syrpur ....algjör synd þar sem að allir í húsinu er svo indælir....Anyways til að bæta gráu ofan á svart á áliti mínu á liðinu þarna uppi þá hrökk ég all verulega við í gærmorgun þegar að einhver SÆKÓ gaur bombar svoleiðis á hurðina hjá gaurnum fyrir ofan mig og brýtur hana. Ekki nóg með það þá öskrar hann og öskrar að hann ætli að stúta honum ef hann opnar ekki en gefst svo að lokum upp og hleypur út á bílaplan og gerir árás á bíl mannsins. Ég opnaði hurðina hja mér til að athuga hvort hann væri nokkuð að níðast á Hvíta fák mínum....hefði reyndar ekki þorað út ef ég hefði ekki heyrt að nágrannarnir við hliðiná voru komnir út líka. Þá sér hann okkur og öskrar að það sé helvítis barnaníðingur í húsinu okkar og fleiri ljót orð..... svo brunaði hann í burtu og löggan kom stuttu seinna.
Þetta endurtók sig svo seinna um daginn með tilheyrandi látum......og nú eru allir í húsinu brjálaðir ...skiljanlega þar sem þetta er allt fjölskyldufólk og það síðasta sem maður vill í húsið sitt er eitthvað svona lið......
þannig að núna sit ég heima í skotvörðu vesti, með hjálm og búin að rimla alla glugga......

laugardagur, október 15, 2005

Chinese/Egyptian.....

jiii hvað ég er fersk hérna með baugana mína á laugardagsmorgni í jolly-fíling að reyna klára ógeðisverkefni í réttarfari......

Talandi um bauga og augu....ég klippti á mig massívan topp í vikunni og var smá brugðið í fyrstu. Ég grínaðist með þetta og kallaði þetta Egypta klippingu....svona eins og kleopatra var með...if you know what I mean .....(þið getið mínusað frá fegurðina á myndinni og þá eruði komin með klippinguna mína;)

Anyways.....áfram með smjörið....ég kíkti svo heim í mat í vikunni og þá kemur systir mín að mér..."vá þú ert í ALVÖRU eins og Egypti.." ég bara " haha já já skrýtin klipping..." stella svaraði: " nei sko augun í þér eru eins og þú sért sko Egypsk".......hmm þarna stóð ég í stofunni heima og fékk flashback af interesting moment sem gerðist fyrir nokkrum árum,: þar sem ég og Hanna vorum í rólegheitum að spjalla og skoða Vouge eða eitthvað tímarit og Hanna hefur nú ekki verið þekkt fyrir að liggja á skoðunum sínum hingað til. En allavega þá er hún að fletta blaðinu og þar er huges mynd af Lucy Liu...Hanna virðir myndina e-d fyrir sér og segir svo: " Lilja þú ert sko þokkalega lík Lucy....ég meina þið eruð með alveg eins augu, svona skáeygð". "JáHÁ...er hún að djóka?" hugsaði ég með mér á meðan ég horfði á KÍNVERJANN Á MYNDINNI.....

þess ber einnig að geta að þegar við tútturnar vorum í Köben á dögunum þá komu einhverjir Tyrkir og gerðu sig kærkomna við borðið okkar og Hanna var svo elskuleg að kynna okkur allar og benti svo á mig og sagði "this is Ann Sue, she is half icelandic and half chinese"

Endilega verið ekki feimin að segja það ef þið eruð á annarri skoðun og finnst ég kannski frekar vera indjáni....

föstudagur, október 14, 2005

FRÓÐLEIKSMOLI DAGSINS......

fékk þetta linkað frá Helenu hjúkkunema sem er öll í þessu.....

http://www.doktor.is/Article.aspx?greinid=2944

enjoy.....

miðvikudagur, október 12, 2005

NO NEED TO WORRY ....

Stelpur mínar það er algjör óþörf að vera pirraður út í hliðarspikið og baugana .....we all got them;) Meir að segja góðvinkona mín hún Beyoncé....
kíkiði á þessa síðu fyrir og eftir photoshop, setjið örina á myndirnar og þið sjáið muninn...you will feel better;)

mánudagur, október 10, 2005

þegar ég er í prófum....
-þá kíki ég hundrað sinnum í skápana inn í eldhúsi...þó svo ég sjái alltaf sama "uninteresting" matinn


-þá skoða ég allar bloggsíður og verð mega leið þegar vinir og vandamenn hafa ekki bloggað í langan tíma:(

-er ég í joggingalla og flísara

-horfi ég alltaf á nágranna

-ákveð í hádeginu hvað ég ætla að fá mér að borða í kvöldmat, skipti svo um skoðanir tuttugu sinnum yfir daginn á meðan ég á að vera lesa.....

-fer að pæla hvað ég eigi að gera við hárið á mér næst þegar ég fer í klippingu

-fer ég að blogga.....
þess vegna er ég farin niðrí skóla að læra:(

fimmtudagur, október 06, 2005

ég er að horfa á Bachelorinn og hann er að gefa rósirnar SHIIIIIIIIIIIT HVAÐ ÞETTA ER FYNDIÐ!!!! "silja viltu veita mér þann heiður að þiggja þessa rós?"..............

miðvikudagur, október 05, 2005

Helú...

Jæja þá er maður rétt að jafna sig eftir helgina þegar að næsta er að ganga í garð....en hún verður nú róleg....leið ekkert sérstaklega vel þegar ég vaknaði á sunnudaginn, hamaðist svo í þokkabót allan daginn að tengja snúrur og færa til húsgögn....smá innlits/útlits breytingar í gangi;) Mér fannst ég vera nokkuð gott efni í rafvirkja þegar ég stóð fyrir framan græjurnar og var búin að tengja tuttuguþúsund snúrur fyrir sjónvarpið, dvd, græjurnar og playstation tölvuna......!!!

Túttupartýið fór vel af stað á laugardaginn....byrjuðum á því að slurpa í okkur mohitó-um og stemmarinn var góður þangað til þetta breyttist í ljósleiðara-partý.....þar sem skype tók völdin og slökkt var á tónlistinni í alltof laaaaaangan tíma!...hmm...en svo var brunað niðrí bæ eftir nánast klukkutíma bið eftir leigó....og hrisst á sér rassinn:)

ekki meir í fréttum að sinni við heyrumst því síðar:)