What´s cooking in the kitchen......

Dagbók

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Tískubóla
Vonderfúl helgi að baki sem maður er enn að jafna sig eftir........
Á föstudaginn kíktum við til Maju og Gunna í idol og pítsu og svo var piction/action-ary tekið og MIKIÐ hlegið:)
Á laugardaginn var tekið forskot á sæluna vegna konudagsins og okkur dömunum Írisi og mér var boðið á Sjávarkjallarann.....umm UMMM umm UMMM er það eina sem ég hef að segja!!! djís ég byrja slefa við tilhugsunina! Ekki skemmdi fyrir að það var food and fun vika og einhver geggjaður kokkur frá New York að elda. Mín var dugleg að stúta Mohitó-unum sem á endanum létu segja til sín.....hmm var að skoða einhverja vibba mynd af mér þar sem ég held utan um einhverja stelpu sem ég hef bara aldrei séð áður......alltaf gaman að eignast nýja vini á djamminu!

Það er eitthvað með laugardagsdjömm hjá mér...ca. þrem tímum áður en ég er að fara út...er kannski að stíga úr sturtunni kemur þessi líka flotta bóla fram, bregst ekki!! Það er toppur pirrings. Eins og ég þurfi á smá skreytingu að halda...maskarinn er greinilega ekki nóg! Já..ég velti því stundum fyrir mér hvort það sé verið að refsa manni, óbein skilaboð um að halda sér innandyra þetta kvöld.....en ég læt ekki stoppa mig svo auðveldlega, fólkið í kringum mann verður bara að díla við þetta eða líta framhjá þessari sjónmengun....þess í stað fær maður sér einn, tvo í viðbót og þá er maður allt í einu alveg eins og barnsrass í speglinum muhahahaha;)
jæja ég á víst að vera læra en er alveg í drullupollinum í þeim málum.....help me!!!