geisp geisp...
jæja enn og aftur nota ég tíman vel í skólanum og blogga;) en það er allt í lagi því ég er í bókhaldi núna....og maður er náttlega pínu klár í því eftir að hafa dúsað í bókhaldi Húsasmiðjunnar í ár.
Helgin var næs, fór til Óskar og Hemma í innflutnings/afmælispartý á laugardagskvöldið og þar voru saman komnar allar helstu tútturnar. Skelltum okkur svo niðrí bæ og tókum nokkur létt dansspor:) Mætti svo rosa fersk í barnaafmæli á sunnudaginn til Hafdísar Anju sem var tveggja ára. Ég var send í afmælis-innkaupaleiðangur, ég skellti mér í Smáralindina og beint í dótabúðina....þetta var ekki eins einfalt og ég hélt...Úrvalið var bara of mikið; dúkkur, púsl, litir, bækur, you name it! Reyndi að rifja upp hvað mér fannst skemmtilegt 2 ára en ekkert rifjaðist upp...kannski ekki skrýtið;) Endaði svo með klassík...dúkku og púsl:)
Heyrðu ekki má gleyma rúsínunni í pylsuendanum á allri síðustu viku; fasteignaleitinni er nú formlega lokið og það er búið að negla eina skothelda! Gersemin er í kópavogi, nánar tiltekið Álfkonuhvarf 67....hope i dont disappear...haha ekki fyndið...
Þær voru allar uppseldar en við höfum haft auga með þessum íbúðum í allt sumar, svo gengu ein kaup tilbaka og við vorum ekki lengi að grípa gæsina. Það er búið að skipta í lið og ég var valin sem "the decorator";) Næstu vikur fær Vala Matt óskipta athygli mína.....;)
Ekki meir í bili ...house-warming-greetings...
Lilja
<< Home