What´s cooking in the kitchen......

Dagbók

mánudagur, september 27, 2004

NÝJAR MYNDIR:)

Hæ Hæ eplin mín,
var að setja inn nýjar myndir sem teknar voru á föstudaginn, kíkti í HR-partý með skvísunum, svo var haldið eldsnemma upp í sumarbústað þar sem restinni af helginni var eytt. Byrjaði harkalega með því að hjálpa settinu með einhverjar breytingar...ég meðal annars SAGAÐi spýtur og flutti grjót, ég var eins og vörubíll. Hélt að ég myndi syngja mitt síðasta þar sem ég var þunn í þokkabót! En viti menn þynnkan fór bara og svo er alltaf gott að lækna báttið með brownies, dvd og lambakjöti, já mamma og pabbi gáfu mér smá breik og restinni af helginni var eytt í að hlaða batteríin;)
hasta la vista

föstudagur, september 24, 2004

Óborganlegt hár!

Heil og sæl sílin mín....
veit ekki alveg af hverju ég er í svona góðu skapi miðað við hvað ég var að borga fyrir klippingu og strípur!!!! Þetta er bara rugl og ekkert annað...sko þegar maður er námsmaður sér maður peninga og verðlagningu í öðru ljósi. Sko ég borgaði....nei annars ég ætla ekki einu sinni að segja það...fyrir klippingu og strípur og kom út nákvæmlega eins og ég var nema bara með aðeins styttra hár....og ég sem er að safna.....líka pening;)

En ástæðan fyrir góða skapinu er barasta að það er föstudagur...i love it! Það á að skella sér ef til vill í vísindaferð og svo upp í sumarbústað....svona ef maður vill eitthvað rekast á foreldra sína!
jæja ég ætla fara fyrir framan spegilinn og athuga hvort ég gæti ekki leikið í Loréal-sjampó-auglýsingu.....bara tékka hvort maður hafi fengið eitthvað fyrir peninginn sinn!;)
smútsí smú
Lilja hair-spender

þriðjudagur, september 21, 2004

úff púff loksins kláraði ég að skila verkefnunum í kröfurétti og stjórnskipunarrétti....sounds interesting....eyddi allri helginni í þetta...þvílík fórn!
En samt sem áður viðraði ég mig aðeins á föstudaginn svona áður en ég lagðist í þennan verkefna-dvala. Skvísurnar í bókhaldinu héldu svona samblöndu af konukvöldi og kveðjuparty fyrir sumarstarfsfólkið. Það var kíkt í keilu og borðaður ummm..góður matur, fyndnasta fannst mér þó hversu lítið úthald þær margar hverjar hafa.....þegar tvö glös voru búin þá var komið trúnó-time;)
Ég er alveg að sjá það þessa dagana að við, dætur foreldra minna erum orðnar aukaatriði síðan sumarbústaðurinn kom til sögunnar! Mér sýnist móðir mín smám saman vera færa alla búslóðina þangað yfir.....við endum örugglega á því að borða kvöldmatinn á pappadiskum og sofum á vindsængum..hehe


miðvikudagur, september 15, 2004

geisp geisp...

jæja enn og aftur nota ég tíman vel í skólanum og blogga;) en það er allt í lagi því ég er í bókhaldi núna....og maður er náttlega pínu klár í því eftir að hafa dúsað í bókhaldi Húsasmiðjunnar í ár.

Helgin var næs, fór til Óskar og Hemma í innflutnings/afmælispartý á laugardagskvöldið og þar voru saman komnar allar helstu tútturnar. Skelltum okkur svo niðrí bæ og tókum nokkur létt dansspor:) Mætti svo rosa fersk í barnaafmæli á sunnudaginn til Hafdísar Anju sem var tveggja ára. Ég var send í afmælis-innkaupaleiðangur, ég skellti mér í Smáralindina og beint í dótabúðina....þetta var ekki eins einfalt og ég hélt...Úrvalið var bara of mikið; dúkkur, púsl, litir, bækur, you name it! Reyndi að rifja upp hvað mér fannst skemmtilegt 2 ára en ekkert rifjaðist upp...kannski ekki skrýtið;) Endaði svo með klassík...dúkku og púsl:)

Heyrðu ekki má gleyma rúsínunni í pylsuendanum á allri síðustu viku; fasteignaleitinni er nú formlega lokið og það er búið að negla eina skothelda! Gersemin er í kópavogi, nánar tiltekið Álfkonuhvarf 67....hope i dont disappear...haha ekki fyndið...
Þær voru allar uppseldar en við höfum haft auga með þessum íbúðum í allt sumar, svo gengu ein kaup tilbaka og við vorum ekki lengi að grípa gæsina. Það er búið að skipta í lið og ég var valin sem "the decorator";) Næstu vikur fær Vala Matt óskipta athygli mína.....;)
Ekki meir í bili ...house-warming-greetings...
Lilja

miðvikudagur, september 08, 2004

koma svo!

Jæja nú sit ég í tíma og er ekki alveg að nenna að hlusta á fyrirlestur um einhvern dóm þar sem gaurinn mátti ekki selja bækur út af virðisaukaskatti...bleble Hvað finnst ykkur um þetta mál? Ég er allavega alveg miður mín yfir þessu....

En allavega þá byrjaði ég að kenna í gær....bara fyndið! Það var búið að segja mér að ég yrði með svona ca. 10-15 stelpur, en nei nei þegar ég kom í salinn voru bara 25 stykki mætt! Þarna stóð ég í fuglabjargi og varð að láta stúlkukindurnar hlusta, byrjaði svo að þræla þeim út, þær vöknuðu nú ekki alminnilega fyrr en ég setti Justin á fónin þá fóru þær að gefa sig í þetta! Gæti alveg ýmindað mér að nokkrar labba skringilega í dag;) smá strengir....hehe

Hvað er málið með kvef! Ég er búin að vera með kvef síðan um versló...og ég veit hvað læknirinn segir þegar ég fer til hans...þess vegna hef ég ekki farið enn;) Ég gegn með hálsbrjóstsykur og nezeril að vopni svo ég fái ekki hóstakast í tíma og yfirgnæfi kennarann:(

-vúhú innflutningspartý hjá hjónum hjónanna um helgina;) Ósk og Hemma...ég held að það ætti bara að gefa þeim eitthvað í ísskápinn (mat) eða eitthvað fljótandi (vín) Það kemst náttlega ekki meira fyrir inni hjá þeim, mætti halda að þau hafi byrjað að safna í búið 2 ára!:)...hvernig er það stelpur, á ekki að mæta?
Jæja tíminn er nú eiginlega búinn....bæbæ í bili:)

laugardagur, september 04, 2004

oo hvað ég er fegin núna þegar ég vakna fersk á laugardegi að hafa ekki farið í óvissuferðina í lagadeildinni í gær. Í staðin fórum við í heimsókn til maju og gunna og horfðum á súpuna með þeim, en þau voru að koma frá Lúx, brún og sæt. Minnir mig á það að ég get ekki beðið eftir að fara út...en það er slatti í það!

Kíktum á forsýninguna á íslensku kvikmyndinni Dís í vikunni og ég verð að segja að mér fannst hún bara nokkuð góð, svona fyrsta íslenska stelpumyndin sem maður hefur séð, góð tilbreyting:)

Jæja nú verður maður að fara detta í læru-gírinn, úff ekkert smá erfitt en best að fara koma sér að verki....