What´s cooking in the kitchen......

Dagbók

sunnudagur, apríl 29, 2007

Loksins fæst ég til að henda inn nokkrum línum.......... en síðasta vika var heldur betur strembin, ásamt því að vera á fullu í prófum kvaddi afi.... Þó svo að það sé viss léttir að hann fékk að fara þá er alltaf erfitt að kveðja..þannig er það bara, en honum líður vel núna ..ég meir að segja veit það :)


Það verður því kærkomið að skella sér eftir viku til Stokkhóms að hitta mína uppáhalds nöfnu og mesta dúllurassinn og sætu mömmu hennar. Rakel og Lilju Marín;)





Og þegar ég er búin að knúsa þær í tætlur að skella sér til Helenu fögru í kóngsins Köben


Ég er fyrir löngu búin að leggja inn beiðni fyrir sól og sumaryl.....Rakel og Lena eru að vinna í þessu fyrir mig ;)


Jæja back to the BORING books .....

fimmtudagur, apríl 19, 2007

Sumartips nr. 2

...þær gömlu kunna þetta

Hvað er betra en að byrja sumarið á því að hlaupa kringum spegilslétt Elliðavatn og skella sér svo í sund í heitu pottana í sólinni eftir á:o) alveg hreint luuuuuvly

Ég tók eftir því þegar ég sat í pottinum áðan að útlitið var ekki nógu gott......ég var eins og kríuskítur hliðin á öllum ellilífeyrisþegunum sem eru búnir að vera tjilla á Kanarí í vetur og eru þokkalega "tan-aðir" eftir það, svo voru líka allir í pottinum með stærri brjóst en ég....líka gömlu karlarnir, svo klikkaði ég náttlega á rauða varalitnum......



Gamlar konur eru sætastar...þessar sem eru með lagninguna, alla skartgripina sína, varalitinn og fara svo og synda tvær heilar ferðir hundasund með höfuðið upp allan tímann og passa að hárið blotni ekki ......og eftir sundið smyrja þær heilli Clarins-dollu á sig....já þetta verður að kallast að kunna halda "feisinu"..alvöru metnaður í gangi þarna



Gleðlilegt sömmmmmer elskurnar

þriðjudagur, apríl 17, 2007

Sumartips nr.1


Stelpur muna eftir garðyrkjuslættinum....

Ekki viljum við vera gleymnar eins og hún Þrúða á myndinni....

miðvikudagur, apríl 11, 2007

"Dúdd" mánaðarins...

Er...búbbúbúmmmm (trommur) .....

Adrian Grenier

Soldið svona curly - krúttlegur..pínu veiðimaður í sér....þaggi? Þegar prófin klárast ætla ég að massa Entourage - seríurnar þar sem þessi fer víst á kostum

Sorry en ég þjáist af bloggmetnaðarleysi á háu stigi í augnablikinu.....Kem með eitthvað geðveikt djúsí á morgun ... líklega þegar ég verð í fullnusturéttarfari þá blómstra heilasellurnar mínar...

nighty night sugars


mánudagur, apríl 02, 2007

Soldið lík......

Ég heyri það iðulega að ég sé lík einhverjum.....ok gott og vel það heyra það allir einhverntíman að þeir séu líkir þessum eða hinum. Mér finnst samt skrýtið hvað ég er lík mörgum samkvæmt vinum og vandamönnum en þessir aðilar sem mér er líkt við eru allir mjög ólíkir....sjálf finnst mér ég ekki vera lík þessum aðilum en eins og það er nú oft sagt þá sér maður sig öðruvísi en aðrir .... ætla ekkert að fara út í það hvernig ég sé sjálfa mig á morgnana...it ain´t pretty thats for sure...múha
En hér koma nokkrir góðvinir mínir sem mér hefur verið líkt við....


Lucy Liu.....Hanna vinkona hefur iðulega sagt að ég og hún værum tjæna-systur...veit ekki alveg með þessa samlíkingu en seinst þegar ég vissi þá voru engvir ættingjar mínir kínverskir.....búin að kíkja í ættarbók Ormsættar


Antilópa....jebba það er þetta "tignarlega" dýr (huhummmm) amma kallaði mig stundum litlu antílópuna sína.....no offense amma en antílópur er LJÓTAR! eina sem er kannski svipað með mér antilópu er rassinn.....

Olivia er fylgdardaman hans 50 cent. Hann Siggi bekkjarbróðir og Haffi hafa nokkrum sinnum minnst á það að ég líkist henni ( kannski mínus brjóstin en hann vill örugglega ekki særa mig).
Og síðast en ekki síst fékk ég þá spurningu á djamminu um daginn hvort móðir mín væri nokkuð Valgerður Sverrisdóttir.....





Ég og pönnukaka á góðri stund...
soldið líkar?