What´s cooking in the kitchen......

Dagbók

sunnudagur, desember 24, 2006

GLEÐILEG JÓL
Ég vil óska ykkur gleðilegra jóla og vona að þau verði sem yndislegust fyrir ykkur öll, veit allavega að jólin mín verða það = borða góðan mat ummm, konfekt umm.. hitta fjölskyldu og vini, spila og síðast en ekki síst liggja eins og hlass slappa af og taka greys anatomy maraþon ;o)
Þúsund jólakossar og knús
Lilja Björk

föstudagur, desember 08, 2006

Seinustu metrarnir....

Jæja gleðin heldur áfram ....eitt próf eftir og ég er að missa mig úr óþreyju að klára þetta drasl. Seinustu dagarnir eru alveg erfiðastir ....les tvær línur....æj ætla fá mér eitthvað....sest niður aftur les fjórar línur....æj hendi í vélina snöggvast....sest svo ekkert aftur niður! Svo er þetta farið að taka sinn toll á útlitinu....en nágranni minn bankaði um daginn og ég fór til dyra ( og nota bene klukkan var hálfátta um kvöld) , um leið og ég opnaði hurðina sagði hann "æj sorry var ég að vekja þig? " ...uuu nei ég er bara svona ljót þegar ég er að lesa undir próf kallinn minn...sagði það reyndar ekki, lét "er í prófalestri" svarið nægja. By the way nágrannarnir halda örugglega að við séum múslimar...eina íbúðin sem er ekkert skreytt, algjört stílbrot á heildina...verðum örugglega sektuð á næsta húsfundi. Þau verða heldur betur hissa þegar Christmas-Lilja mætir á svæðið eftir próf .....þá fara 1000 wolta seríurnar í gang;)