What´s cooking in the kitchen......

Dagbók

fimmtudagur, desember 29, 2005

Flórída BABY

ennnn hvað það er ljúft að vera komin til USA Flórída.....hér er blíðskapar veður og allir voða afslappaðir (enda er 70% af íbúum Flóridafylkis ellilífeyrisþegar) þannig að hér er lítið um stress og hamagang! Allir í Levis buxum girtar upp í görn, þröngum að neðan og ekta amerískum "sneakers" ss. strigaskóm og einhverri "jockey" íþróttapeysu....já þetta er hip og kúl..... kaninn er litið fyrir að dressa sig upp....

Við erum að vona að hitinn eigi eftir að hækka soldið....fórum reyndar á ströndina í dag en það var í kaldari kantinum....þá er alltaf gott að hlýja visa kortinu og renna því nokkrum sinnum í gegn í Mollunum;)
Kiss og knús frá Flórída
Lilja sneaker....

mánudagur, desember 19, 2005

VIKA

Jæja nú er það bara Flórída eftir nákvæmlega viku....jammí jammí....ef ég kem ekki "tanned" heim þá kem ég með þyngri tösku heim, þar sem ég hef reynslu af því að vera í 17 daga út á Flórída og fá 2 sóldaga....!!! en það þýðir þá bara eitt.....FLEIRI MOLL og MEIRI FÖT hehehe.....
Jebbsí náði öllum prófunum og var í góðum málum þar, núna er það bara bókhaldið, vinna vinna vinna, jólin og svo flugvél:)
Ég óska öllum góðs gengis sem eiga eftir að kaupa gjafir.....its tough out there.....áætlið ca. klukkutíma að ná stæði, hálftíma í röð á kassann og ca. 45 mín í að tala við fólk sem maður þekkir.....svo eftir 4 tíma verslunarferð er maður með eina slappa gjöf í pokanum! sem betur fer er ég búin;)
jæja lúlla svo ég verði MEGA fersk í bókhaldinu á morgun að bóka réttar tölur......

miðvikudagur, desember 14, 2005

BÚIN Í PRÓFUM!!!

.....................................................og jaxlatöku!:(
sjæse men þetta var ógeðis ógeð ....hann kom bara með búnka af verkfærum og byrjaði svo að föndra....og núna er deyfingin ennþá í.....ó boy hlakkar ekki til þegar hún fer!!
Mjög skrýtið...ég má ekki tala í tvo tíma....hann setti grisju og svo sagði hann mér að bíta og ég mætti ekki hreyfa bitið né tala næsta klukkutímann.......heh ...hitti nágrannann í stigaganginum áðan ....."nei hæ, ertu búin í prófum?" og ég gaf honum silent-treatment...., reyndi að benda eins og fáviti á kjaftinn á mér....

En þetta er sem sagt próflokafagnaðurinn minn.....en ég get svo svarið það ég held að margt sé skárra en að læra á þessu augnabliki....margna vikna törn lokið......ííííhhhaaaa;)
Nú mega sko jólin fara koma....

miðvikudagur, desember 07, 2005

Búin að lesa yfir mig......?!?
















Já ég er ekki frá því að maður sé orðin hálfklikkaður og sér allt öfugt þegar maður les allan sólarhringinn og er í einangrun.....

later.......sturlaði stúdentinn

fimmtudagur, desember 01, 2005

PANT........
vera svona HOT þegar ég verð 47 ára gömul og á tvö börn!!!

Hún var að taka lagið á MTV-verðlauna hátíðinni í þessum mánuði og spriklaði og dansaði og fór létt með. Fyrsta platan sem ég eignaðist þegar ég var 5 ára, var með henni, m&p til mikillar áhyggju þar sem flestir á mínum aldri voru að hlusta á Kardimommubæinn og svoleiðis bullsjit en þá var ég að hlusta á kynlífssjúka konu (á þeim tíma þótti hún það, en hún á famelí núna og er "all grown up";). Þau voru ekki ófá skiptin sem ég tók "strike to pose, vouge" inn í stofu. Því verr og miður var uppfinningin "vídeo-kamera" til á þessu madonnu-tímabili mínu og mér er ennþann dag í dag hótað að hún verði sett í tækið og sýnd ef ég haga mér ekki.....