What´s cooking in the kitchen......

Dagbók

fimmtudagur, september 29, 2005

ummmm geðveikt næs...var í ræktinni í gær og nýkomin úr sturtu og var að reyna sjæna mig aðeins til, þar stóðu tvær kvennsur við speglana og voru að spjalla, ég kom mér fyrir þarna rétt hjá þeim. Allt i góðu þar til þær fóru að tala um að þessi lúsarfaraldur væri nú ógeð! Og hvernig nytin litu út og að kamburinn dugði sko ekki! ojjj hugsaði ég með mér....en þá fór hin að lýsa því hvernig nytin voru í hárinu á HENNI og eggin og að allir í fjölskyldunni væru komnir með þetta osfrv. Hún stóð við hliðin á mér og var að greiða á sér hárið...og dótið hennar snerti mitt....uhhhhh ég lét það vera að blása á mér hárið í þetta skiptið og fór í buxurnar öfugar og dreif mig út.......

Fyrir utan lúsafaraldur er bara skóli að frétta...er að kafna og var að gera mér grein fyrir því að það er próf eða vekefni í hverri viku það sem eftir er af önninni!!! sviti segi ég nú bara.....
EN....það verður tekið eitt goooooott túttuskrall á laugardaginn....um að gera að taka smá sveiflu áður en bækurnar taka öll völd.....jebs beibís

mánudagur, september 26, 2005

Gleðilegan Mánudag.....

Shit hvað ég er þreytt og mýgluð hérna í fyrsta tímanum í skólanum í dag.....

Ég kíkti í mat til mömmu og pabba í gærkvöldi...ekkert merkilegt við það svo sem nema um leið og ég var búin að stíga fætinum inn fyrir dyrnar þá tók mamma á móti mér með stjörnurnar í augunum.....ég beið eftir því að hún myndi öskra að hún hefði unnið í Lottó.....nei nei ég var leidd beint inn í bílskúr þar sem splunkunýtt sjæní Harley Davidson mótorhjól stóð í öllu sínu veldi inn í miðjum bílskúrnum...."Finnst þér það ekki bjútí?" spurði mamma mig......"jú mjög flott mother dear, en veltur það ekki yfir þig (það er örugglega 20 tonn og mamma min er ekki þekkt fyrir að vera massi) Við hliðin á því stóð Yamaha racer-inn hennar sem er víst seldur.....ekki einu sinni verið að bjóða mér hann fyrst....i´m in the family helló! Og ég sem hélt að þetta væri grái fiðringurinn hjá þeim hjónakornum á sínum tíma...... nei þetta hobby er löngu komið til að vera. Bæ ðe vei...pabbi er EKKI með sítt hár og mamma er EKKI tattúeruð og þau eru ekki afbrotamenn.....;)

Oj hvað ég svaf illa í nótt, vaknaði með skítinn í buxunum klukkan hálffjögur, því ég hélt að það væri einhver á svölunum, brjáluð læti og ég var búin að stimpla 1-1-2 í gemsann, bara just in case! (var ein..nota bene!) Svo loksins þegar ég var búin að svitna nóg og þorði ekki að hreyfa mig í hálftíma upp í rúmi þá kíkti ég út um gluggan...þá var þetta fleki að slást utan í einhvern byggingaskúr þarna á næstu lóð.....
maður er svo hugrakkur...............

föstudagur, september 23, 2005

ég er svo öflug ...henti inn myndum frá Túttuferðinni í Köben;)

fimmtudagur, september 22, 2005


Jæja fyrsti bachelor þátturinn að fara í loftið...vona að mitt viðtal verði ekki sýnt! muhahaha
oooo nei ef ég myndi afvegleiðast að fara í svona þátt þá myndi ég pottþétt frekar fara í Ástarfleyið í karabískahafinu og myndi skrá hana tanorexíu vinkonu mína Hönnu með mér. Þar myndi ég koma mér vel fyrir upp á þilfarinu með olíu og barbekjúa mig í tvær vikur og ef einhver ætlaði að trufla mig myndi ég benda honum á að vera ekki að skyggja á mig með tökuvélarnar.......ég yrði varla rekinn ...ekki myndu þeir láta mig synda í land?.....haha
jæja má ekki vera að þessu, tv-ið kallar;)

mánudagur, september 19, 2005

hej!.....hello mates....

Okei nú er aldeilis búið að vera ferð á minni. Ég sem sagt kom frá Köben síðustu helgi og var að koma frá London í gær ;0) Ég fékk skemmtilega símhringingu korter í tvö á föstudaginn þar sem mér var tjáð að ég væri að fara til London og vélin færi í loftið klukkan fjögur!! Þeir sem þekkja mig vita að ég er nú ekki sú sneggsta að taka mig til en þarna var söguleg stund í lífi Lilju þar sem ég var reddý 20 mín seinna og lögð af stað upp á völl, með ferðatösku sem innihélt einungis föt sem pössuðu ekkert saman. Helgin var svo æðisleg....það var spilað, út að borða á flottasta stað sem ég hef farið á hingað til, kíkt í bæinn og haft það gott.

Túttuferðin var ekkert síðri...en ég tek það fram að hún var mun erfiðari, það er sko ekkert pís of keik að þramma strikið endilangt (með massívt hælsæri) og missa sig í H&M, bera þungu pokana heim í lestinni , halda tískusýningu fyrir hvor aðra til að sýna hvað var keypt, gera sig sætan fyrir dinner og tjútta um kvöldið og vakna svo snemma daginn eftir til að ná sem lengri shopping time;) Djö ...vorum við orðnar góðar í þessu, 5 stelpur saman í búðum....virkar mjög örvandi þegar þú ert að máta og spyrja álits....vorum orðnar eins og klappstýrur að hvetja hvor aðra að kaupa meir......fáum það svo í hausinn um næstu mánaðamót;) Til að undirstrika hversu veruleikafyrrtur maður var orðin þá keypti ég mér stígvél sem eru tveimur númerum of stór bara af því mig langaði svo í þau en þau voru ekki til í minni stærð en ég hélt að þetta myndi bara reddast með innleggi en það er kannski verra ef maður nær varla jafnvægi þegar maður gengur....og þau eru by the way til sölu núna ef einhverjum langar í brún stígvél;)

Ég var víst "klukkuð" tvisvar í dag og ætla því að svara þeim klukkunum hér...Fyrir ykkur sem eruð ekki "inn" í bloggheiminum í dag þá er klukk sem sagt þegar maður er klukkaður af einhverjum öðrum bloggara og á að segja 5 useless staðreyndir um sjálfan sig..here it comes...

1. Ég er alltaf fokkxxing sein! Við erum bara að tala um þessar 5-10 mínúturnar, fer sjaldnast yfir það. Skiptir ekki þó ég stilli vekjarann 5 mín fyrr....hey !Im a real lady... just need to be fashionalby late;)

2. Ég elska mat, ég er mathákur dauðans og ég ELSKA KÖKUR fram í rauðann dauðann, ef ég hreyfði mig ekki væri ég dáin úr kransæðastíflu!

3. Ég verð ALLTAF að þrífa andlitið mitt á kvöldin og bera andlitskrem fyrir svefninn, sama hversu BLINDFULL ég er (gerist nú ekki oft nú til dags:) þá hef ég alltaf rænu í að skola mig í framan, hreinsa og rakakremið á.....ef ég og húðin mín verðum ekki eins og Demi More þegar ég er orðin 42 ára þá verð ég vægast sagt svekkt!

4. Ég held ég geti nánast fullyrt það að ég borða allan mat nema banana og hef ekki gert síðan ég fæddist...

5. Hef aldrei verið Séð og heyrt stúlkan ...sem er náttlega algjör synd:(

Jæja nokkuð öflugar staðreyndir .....nú klukka ég hér með Lenu og Túttusíðuna!

föstudagur, september 16, 2005

NÆSTI ÁFANGASTAÐUR: LONDON

chao mi amigos

miðvikudagur, september 07, 2005

Jeg skal nu flyve til Köbenhavn med mine smukke veninder......

vi ses pa mandag;)

laugardagur, september 03, 2005

dont go!

Ég er ein af þessum veruleikafirrtu manneskjum sem bara neita að leyfa sumrinu að fara...Ég og Stella skelltum okkur á línuskauta í Nauthólsvík áðan....sadly komum við aftur til baka með eyrnaverk af kulda og lekandi nef......er bara ekki að meika vetrartíðina. Ég held að mér væri best borgið í "tropical" hitabelti...þar sem að 90%af ævi minni á Íslandi hefur mér verið kalt. Þegar við tútturnar fórum til Benidorm og Costa hérna í den þá vildu þær helst klæða sig úr húðinni vegna hitans, á meðan ég var steddý eins og kamelljón og bara brosti í sólina...ætli ég sé ekki svona hálfgerð afríkukona í mér...muhahhaha

Seinustu helgi hittumst við nokkrar að elda saman heima hjá Æðstutúttu ( Hönnu) a.k.a The Horsewhisperer. Við vorum í makindum okkar að stússast í eldhúsinu þegar að einn félaginn fyrir utan hjá Hönnu var bara mættur á veröndina og vildi vera með í matnum. "Félaginn" var heldur stór til að komast í stofuna þannig að við heilsuðum upp á hann fyrir utan... og neiiii Hanna á ekki heima á Hvammstanga....