What´s cooking in the kitchen......

Dagbók

miðvikudagur, ágúst 31, 2005

ohh men nú er ekki hressleiki hér á bæ......

Ligg undir sæng upp í rúmi að deyja úr beinverkjum og hita...*grát* grát* Eina ljósið sem ég sé í þessu er að ef ég hefði veikst í næstu viku þá væri ég í vondum málum .....þar sem að þá verð ég á leið með túttuklúbbnum til KÖBEN! ííííhahaha

Ætlaði að vera geggjað dugleg og vaknaði kl. sjö í morgun og hjálpa smá til niðrí vinnu í bókhaldinu...þraukaði hinsvegar ekki nema til hádegis:( Kannski er ég að gjalda fyrir hegðun mína og drykkju um seinustu helgi, í HR-partýinu var ég víst mjög óþolinmóð á dansgólfinu og var farin að öskra á dj-inn að ég vildi sko BOOTYSHAKIN lag, það væri sko ekkert hægt að athafna sig alminnilega á dansgólfinu með Queen á fóninum! Um leið og dj-inn brá sér frá var ég fljót að senda útsendarann minn hana Köllu til að taka völdin....tel það gott að við höfum ekki verið lamdar af dj-inum.....
þetta gæti verið skýring ástandsins....


ps.setti inn nýjar myndir frá vísindaferðinni...

fimmtudagur, ágúst 25, 2005

Mín byrjaði í skólanum á mánudaginn en það hefði alveg eins getað verið fyrir mánuði....er strax komin eftir á í þessu lestrarmaraþoni:( Hvernig á maður að hafa tíma til að lesa allt þetta drasl...þetta reddast ....við skulum bara halda okkur við þá setningu:)

Ég ákvað að skella mér í sund í morgun áður en ég mætti í skólann....leit út um gluggan og hugsaði : næs veður, sól og svona...en neiii það var ógeðis kalt og "hurricain" rok. En ég lét það ekki á mig fá og synti nokkrar ferðir.....Ég hef sjaldan verið jafn stolt af mér, ég var eins og spíttbátur, tók framúr öllum! Ég hugsaði með mér...djö af hverju lagði ég aldrei sundið fyrir mig....;) Það þarf náttlega ekki að taka það fram að það var eldri borgara sund stund í gangi....samt tók ég fram úr einum grána sem var með FROSKALAPPIR...

Ég er alveg að verða biluð á öllum þessum nettilboðum í sólina sem eru að berast mér, seinasta tilboðið sem ég fékk var vika á benidorm eða portúgal á 29.900!!! Kræst ..bara gefins, þannig að ef einhverjum langar að skella sér með desperate hvítingja þá þarf ekki nema smella lofunum. En ég verð að róa mig því ég er nú að fara til Köben í september með túttuvinafélaginu sem verður eflaust söguleg ferð....
jæja þarf að taka mig til er að fara "social-æsa" í staðinn fyrir að læra....way to go!

fimmtudagur, ágúst 18, 2005

vinna vinna vinna.......

Uhhh ég fæ varla að hætta hérna í bókhaldinu....Upphaflega ætlaði ég nú að hætta á fimmtudegi og tríta mig kannski pínu með því að gefa mér einn dag frí áður en skólinn byrjar (sem er bæ ðe vei á MÁNUDAGINN!!!) En neeeeei það er svo tjúllað að gera hérna að ég er búin að vera vinna frameftir alla vikuna og þarf helst að mæta í næstu viku líka þegar skólinn er byrjaður:( Svo er maður alveg að missa sig yfir þessum "SEINUSTU SÆTUM Í SÓLINA" sem ég fæ sent til mín á tölvupósti lon og don þessa dagana....mér finnnst bara komið haust...maður er frekar fölur núna ...hvernig verður maður í DESEMBER!!! Sjææææse

Ég er að fara í brullup á laugardaginn og er í svolitlum vandræðum ....það er nebbla haldið upp í sumarbústað upp í sveit og þar verður veislutjald og svona. Vanalega fer maður bara í sínum kjól eða pilis í brúðkaup....en ég er alveg að sjá fyrir mér rautt nef og lekandi hor ef ég verð í svona pjötlum í sveitinni....spurning hvort maður eigi bara að hafa flísarann sem sjal?? hehe

Það styttist í helgina, verður örugglega hörku stuð í bænum á menningarnótt en aftur á móti fer ég í ómenninguna út á land..soldið öfugsnúið.....

Ég segi bara góða helgi fyrirframm;)

þriðjudagur, ágúst 16, 2005

LOK LOK OG LÆS OG ALLT Í STÁLI!!


Jæja nú er mín bara búin að læsa síðunni (með góðri hjálp frá konráði:)
Ég var nebbla ekki par sátt þegar ég las seinasta Hér og Nú en þar var grein um okkur skötuhjúin sem var tekin COPY PASTE af síðunni minni......Eins var ég að lesa blaðið um daginn og þá sá ég grein sem tekin var af síðunni minni.....djís æm só popjúlar!;) En ég kæri mig nú ekki mikið um að vera skaffa blöðum eins og Hér og hor upplýsingar um mig og mína...og hananú!

Vona bara að vinir og vandamenn fikri sig í gegnum lykilorðið en annars er alltaf hægt að senda póst á mig og neyðarsíminn er opinn allan sólarhringinn og hann er 697-6230 ;) Nú er það bara spurning hvort einhver sé að lesa.......
Lilja Locker

mánudagur, ágúst 08, 2005

Vakniði ekki stundum upp á mánudagsmorgni og ykkur langar bara ekki til að tala við neinn og hvað þá brosa...fyrr en í fyrsta lagi eftir hádegi.....

föstudagur, ágúst 05, 2005

Howdí....

svooo mikið að gera hjá manni alltaf að sumarið er að verða búið en samt er það rétt að byrja:(
Skóli handan við hornið...spooky! Samt besta mál að fara hvíla sig á vinnunni....

Útileigan heppnaðist svona líka vel, fengum brilliant veður....en hún (helgin) samanstóð aðallega af sól, sund, ís, grill, tjald, sílíkonbrjóst, fötum úr B-young búðinni á ak., gítarsöngur, litlum börnum og auðvitað smá frjókornaofnæmi sem datt aðeins inn....;) Við förum ekkert nánar út í þetta..

Svo er aftur komin helgi!.....Maður er varla búin að ná orkunni aftur á strik....Við tútturnar ætlum að kíkja á Gay pride á laugardeginum, hver veit hvað gerist....sumar þeirra hafa ekki verið kenndar við karlmann í dágóðan tíma....