What´s cooking in the kitchen......

Dagbók

fimmtudagur, júní 23, 2005

Helló dollýs
Im back.....fór í sumar-bloggfrí....eða meira svona netið búið að liggja niðri í næstum mánuð heima:(
En ég er komin heim frá LAS VEGAS BABY! það var nú aldeilis ævintýri en ég er enn þá ógift þrátt fyrir að "drive-through" wedding chapel heillaði..hehemmm!
Hvað er málið með það? Hver vill gifta sig með Elvis sem prest eða í gegnum bíla"giftinga"lúgu??...líklegast húmor ef maður er FULLUR! Þó svo að ég hafi nú ekki verið í neinu bindindi þarna þá heillaði Elvis ekki....
Við gistum á Hotel Belagio sem er sama hótel og Oceans eleven rændi casino-ið í. Geeeeeeeeeggjað hótel í alla staði! Inní hótelinu sjálfu voru minnir mig 6 veitingastaðir, shopping-mall, snyrtistofur, skrúðgarður, fimm sundlaugar í sundlaugagarðinum huges spilavíti and so on....Djísus maður tímdi varla að fara úr herberginu á morgnana það var svo flott:) Svo voru það spilavítin, aðaleinkenni Vegas, þar var passað upp á að halda fólkinu eyðandi, dælt pjúra súrefni í rýmið svo maður finnur ekki fyrir þreytu og endalaust boðið upp á drykki....svona svo þú veðsetjir húsið örugglega hahaha!
Við fórum að sjá Siricu Dusolei..(er ekki alveg viss hvernig það er skrifað) en ég var nýbúin að horfa á þátt í 60 minutes um þennan sirkús og það tók þá víst 2 ár að smíða bara sviðsmyndina...og ég verð að segja að ég trúi því alveg, þetta var alveg geggjuð sýning í alla staði. En ég gæti verið babblandi hérna forever um hvað maður sá mikið þarna EN ég er að fara til London og verð því að hætta;)
Ég hendi inn myndum um leið og Síminn hf. ákveður að laga netið hjá mér!
Chao mi amigos:)....
England here I come...

þriðjudagur, júní 07, 2005

Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag.......hún á afmæli hún Lilja .......hún á afmæli í dag;) ;)

laugardagur, júní 04, 2005

Jelllló...

Jæja nú er ég og heimilið mitt búið að þjást af netleysi og ekki bara heima heldur í vinnunni líka í dágóðan tíma:( En ekki örvænta ég er "alive" frá seinustu helgi og hef líka alltaf ætlað mér að ná 22 árum;)

Einnig þjáist ég af svefnleysi, ég er að verða ZzZombie!

NR. 1 Vegna bjartleika á nóttunni (er ekki búin að hengja myrkvagardínurnar upp)
NR. 2 Vegna HELXXXXX drjólanna fyrir ofan okkur!! Ég sver það þeir sofa aldrei og þetta er félagsmiðstöð heyrnaskertra (þeir tala svo hátt við hvorn annan) djös trash!urrr .....Einn góðan veðurdag hellist úr reiðifötu minni og þá verður skýfall takk fyrir.
NR. 3 Plús það þá var byrjað að BORA klukkan 8 í morgun í byggingunni við hliðiná Á LAUGARDEGI, jiminn ég hélt á tímabili að þeir væru að bora ofan í jörðina í leit að olíu....hávaðinn var svo mikill!
Þannig að ég er með tvær fallegar rennibrautir undir augunum sem mynda BAUGA! Okei þetta er farið að hljóða eins og vinalínan.....

Nú er bara spurning um að skella sér út í góða veðrið þar sem ég er innilokuð alla daga:(
OG Spurning hv0rt það sé bara sumarbústaður eða tjútthringur í kvöld?? sjáum til hver statusinn á zombie-baugunum verður;)