What´s cooking in the kitchen......

Dagbók

mánudagur, maí 30, 2005

Það er rosalega erfitt að halda augunum opnum....

Gleðilegan Mánudag...

þriðjudagur, maí 24, 2005

Ohh svo gaman....

ohhh ég hef það svo notalegt hérna inni í góða veðrinu .....með skrifborðið yfirfullt af bókum, möppum og glósum fyrir félagarétt.....Jebb ég þarf að þreyta það próf aftur. Mér til mikillar mæðu þar sem að samkvæmt fyrstu tilkynningu um einkunn var ég búin að ná EN....úps...5 mín síðar var búið að breyta einkunninni og stóð: fallin......."so sorry vitlaus einkunn var sett inn, þetta var ekki viljandi gert" voru svörin sem ég fékk upp á skrifstofu...!! Fagleg vinnubrögð hjá Háskóla..finnst ykkur ekki???

Þess vegna er countdown í helgina sem verður tekin með trompi, fötudagurinn: vorhátíð í vinnunni og laugardagurinn afmæli hjá Hildi túttu....ííííhaaa. Vinsamlegast pantið leigubíl og sendið mig heim ef þið sjáið mig dauða upp við vegkant....

fimmtudagur, maí 19, 2005

uuuuuu hvað er málið með "sjortarana" hennar Selmu.....ef hún var í vandræðum hefði hún alveg getað fengið eitthvað lánað hjá mér....

Ekki það að ég eigi glamúr-fataskáp...en þá man ég ekki til þess að ég eigi svona samfesting...með hettu! (þó... átti ég gallafata-samfesting hérna í den (18 ára) sem hægt var að renna niður í hálsmálinu fyrir skoruna....those were the days of fishing my friends;)

En svona í alvuru þá er hún , lagið og dansararnir alveg skotheld...og það er svo leiðinlegt að hún sé ekki í flottu dressi....t.d. var svartadressið í myndbandinu miklu flottara en þetta........
æj ég er kannski að lifa mig of mikið inn í þetta.....er bara nýkomin úr kaffi í vinnunni þar sem þetta var eina "topic-ið"...:)

sunnudagur, maí 15, 2005

Ég var þunn í dag og það sem ég afrekaði var.....ryksuga, skúra, þvo útigluggana, þvo þvott, sópa svalirnar and so on....
það hljóp í mig einhver "cleaning lady"....þetta er samt alveg rökrétt ef maður spáir í því....þegar maður er þunnur líður manni hvort sem er shitty og af hverju ekki að gera shitty húsverkin á sama tíma;)

Annars er maður bara að fara vera útivinnandi á ný á þriðjudaginn, alltaf stuð í bókhaldinu....cant wait! *HUHhummm*

laugardagur, maí 07, 2005

jæja best að fara bretta upp á ermarnar þarf að fara elda BOOB-ALICIOUS mat .....á von á 14 túttum !!! ;)

föstudagur, maí 06, 2005

LYKLAPÉTUR

Jæja í þessum töluðu orðum horfi ég ofan í veskið mitt og fæ kökk í hálsinn.......því ég er 5000 krónum fátækari, alveg næstum upp í bandaskóna sem ég sá í dag.......eins og ég gæti verið eitthvað fátækari fyrir!!!!! Þannig er mál með vexti að ég ( blondínan........var sko í strípum í gær) skutla kallinum sem var á leið erlendis og bið hann um hans lykla því ég var ekki með mína. Nema hvað þegar ég kem heim um hálftíuleytið þá náttlega er ég ekki með neina lykla ....þeir fóru í flugvélina með kallinum............Fyrsta sem ég hugsaði var að ég kæmist ekki inn til mín fyrr en á mánudaginn....pirrrrr pirrr!!! En svo er til eitthvað sem er guðsgjöf fyrir svona lyklafólk eins og mig sem heitir neyðar-opnunarþjónustan.....rosa sniðugt en ROSA DÝRT!! Vá ég er að pæla að fara í samningaviðræður strax við þá um afsláttakort.......

En jæja allt fór vel og ég er komin hjem og er að vinna í fjölföldun á lyklum að íbúðinni, þannig að ég verði með svona lyklaútibú sem öryggisnet...sneddý?;)

mánudagur, maí 02, 2005

Hellú

Mín er bara nýkomin úr sveitinni, alveg með ferskan sveitablæ í nefinu......
Fór með hópnum mínum í lokaverkefninu á staðinn þar sem fyrirtækið okkar á að vera. Fengum alveg royal-treatment og töluðum við sveitarstjóran og læti, við urðum bara nokkuð spennt fyrir þessu eftir "roadtrip-ið" okkar enda var tekið vel í það.

Annars var helgin bara ljúf...pítsu og spilakvöld á föstudaginn, American Style og svo léttur tjútthringur tekin á laugardaginn og sunnudagurinn var viðburðalítill, Subway og vídeó......sem sagt búin með skyndibitakvótann í bili!!

Nokkrar myndir úr afmælinu hennar Laufeyjar :
http://public.fotki.com/tutturnar/adaltutturnar/