What´s cooking in the kitchen......

Dagbók

miðvikudagur, apríl 27, 2005

HOLA!
jæja nú eru prófin búin og verkefnavinnan hafin.....
verð að viðurkenna að það er þvílíkur léttir að vera búin með prófin....en samt frekar erfitt að drattast niðrí skóla, maður er komin með netta klígju....

Ég veit ekki alveg hvað er málið með mig þessa dagana en ég er að missa mig yfir því að langa í hund....búin að finna hundinn og alles klar! Væri alveg til í að eiga einn mússí mú hjá mér en svo er annað mál að vakna á morgnana og hleypa honum út að pissa á annarri hæð eða þegar maður er að vinna til 17 á daginn í sumar.........
En ég læt mig áfram dreyma *snökt* ......en ég á afmæli bráðum....(smá hint)..voff voff
hehehehe
hérna er lille mússí ....er hann ekki SÆTUR!?

föstudagur, apríl 22, 2005


SKÁL!!!! búin í ógeðinu;);)

talla-la í kvöld;);) nú er sko sömmerfílingur í minni;)

Góða helgi sweethearts!

fimmtudagur, apríl 21, 2005

Move....please!

GREAT!....ég ákvað að drífa mig niðrí vinnu til pabba í morgun til að geta lesið í ró og næði, þar sem það er sumardagurinn fyrsti þá eru allir í fríi og skrifstofan tóm. Svo var ég búin að koma mér makindalega fyrir og byrjuð að lesa þá hringir síminn.....það var enginn annar en góðkunningi minn lögreglan! Ég átti vinsamlegast að færa bílinn minn sem var fyrir utan skrifstofuna. Ég skeit næstum á mig.....hélt að það ætti að fara handtaka mig, þannig að ég dreif mig niður á bílaplan, uhhh þá blasir við mér rosa tjald á portinu og bíllinn minn var fyrir! ......Það á nefnilega að vera Grillpartý til heiðurs Össurs Skarphéðinssonar á bílaplaninu og hæðinni fyrir neðan mig! Það er víst búist við margmenni....kallarnir sem voru að setja tjaldið upp voru voða hressir og kölluðu til mín"þú kemur bara niður og færð þér pulsu á eftir vina mín, velkomið".........
ég hugsa með mér(ekki beint í sömmerfíling): já þá helst að fá pulsu til að troða í eyrun á mér því ég er ekki með neina eyrnatappa!!urrrrr....

Ég flý að heiman frá borhljóðum og heilahristingi og enda í grillpartýi Össurar....

En fyrir ykkur sem eruð ekki að skíta á ykkur í prófum og eruð í góðum sumarfíling þá vitiði af Grillpartýi Össurar í Ármúla 40...muhahahhaa

laugardagur, apríl 16, 2005

2 down and 1 to go
Jæja nú er maður aðeins búin að jafna sig eftir hamfarir fyrsta prófsins og skellti sér í samningaréttaprófið í morgun og "thank lord" þá gekk það nú betur en hitt....var allavega mætt vel ON TIME:)
Ég er orðin nett kex þessa dagana, búin að sofa alveg obboslega lítið þar sem maður er í ástarsambandi við bækurnar....ég myndi samt kalla það svona meira "love/hate" samband....eða bara hate.....Ég er örugglega ekki sú skemmtilegasta þessa dagana og kallinn er meir að segja farinn að heiman........Nei nei minn skellti sér til New York að "vinna" , hörkupúl að fara til NY að hitta Samuel L.Jackson og Ice Cube, versla smá og svona. Minns er bara heima, í ljótukasti, í ljótum jogging fötum og les leiðinlegar bækur.....:( en sumir voru sendir út með lista, kemst ekki upp með að stoppa ekki í Victoria´s Secret...;)
Þetta verður nú ekki alltaf svona erfitt því ég klára eftir viku og þá verður sko tekinn góður bjútíblundur og keypt e-d bólgueyðandi á augun (þau eru búin að lesa svo mikið), kannski keypt eina flík eða svo, fá mér smá magavöðva í ræktinni, lappað aðeins upp á lúkkið ...sem hefur ekki fengið neinn forgan í dágóðan tíma nú.
Lilja whitetrash

þriðjudagur, apríl 12, 2005

Stupid motherfu............!!
Ef það er einhver manneskja á jarðríkinu sem ég vildi berja núna þá er það ég....og það í spað!!
Ég hef aldrei á ævinni verið jafn reið út í sjálfan mig....brjáluð er betra orð.

Þannig er mál með vexti að ég er búin að vera læra undir EITT fag alla seinustu viku og páskana sem er stínking eignarréttur, þvílíkt stressuð fyrir það og bara búin að einblína á það. Jæja svo kom að aftökunni í dag, ég keyri niðrí skóla frekar stressuð og parkera...reyni að rifja aðeins upp og svona. Svo kem ég í andyrið í skólanum kl. tíu í tvö og það fyrsta sem blasir við mér er blað sem stendur:
Lagadeild-stofa 131b
Eignarréttur
13.00-17.00
Ég fæ andarteppu á staðnum, prófið byrjað fyrir klukkutíma!!!! Hvernig í anskotanum fór ég að því að ruglast á tímasetningu! Þetta hefur aldrei gerst á allri minni 16 ára skólagöngu!!!Byrjaði að panikka og hleyp inn og ég er látin fá próf en sagt að ég hefði kost á því að skrifa prófanúmerið á blaðið og skila auðu og mætt í endurtekt í maí. Nei takk ,ég dembdi mér í prófið, horfði í kringum mig og flestir komnir vel á veg og tvær þrjár blaðsíður komnar. Ég sver það fyrstu stafirnir sem ég skrifaði voru eins og af Parkinsons-sjúklingi ég titraði svo. Ég reyndi að gera það sem ég gat á þessum 3 klukkutímum en gat auðvitað ekki klárað. Ég ætla ekki einu sinni að fara út í það hvað ég er brjáluð út í mig....allur tíminn sem ég er búin að liggja yfir þessu.........
arrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrg
ok ég er hætt, er farin að ýta aðeins of fast á lyklaborðið...
Lilja braindead

miðvikudagur, apríl 06, 2005

Nú er maður alveg dottin í próf-pakkan með öllum tilheyrandi einkennum.......
  • * MYGLUÐ/LJÓTUKAST (það fyrsta sem gerist þegar maður veit að það verður ekki farið úr húsi næstu vikurnar
  • * Finnast Nágrannar spennandi sjónvarpsefni (allt betra en bækurnar)
  • * Ótrúlega gaman að fá sér eitthvað að borða (finnst það reyndar alltaf;)
  • * Jogging-galinn fær ekkert breik (jú þegar ég hendi honum í þvott)
  • * Ýmis hobbý sem maður vanmetur skemmtanagildi dagsdaglega (taka til, skoða gamlar myndir, endurraða í hillunum and so on......)

jebb.... call me crazy en ótrúlegustu hlutir hafa áhrif á viðburðarlítinn dag hjá manni á þessum erfiðu tímum;)

föstudagur, apríl 01, 2005

BRuuummmm
Ég get svo svarið það að bílinn minn hefur eitthvað mikið á móti mér! Kræst hann er alltaf með einhverja stæla undanfarið...ég er bara nýbúin að splæsa á hann rándýrri djúpnæringu (smurning hjá shell) þá ákveður hann að sprengja á sér augað! Ég var að keyra í mestu makindum um daginn og allt í einu heyrist bara brjálað glerbrotarhljóð og þegar ég parkera honum sé ég að glerið utan um ljósið er brotið og peran.....þannig að hann er blindur á einu auga! Það var engin bíll fyrir framan mig eða neitt, bara sísona springur ljósið hjá mér .....hvað er það?! Hann er með sjálfstæða hugsun þessi bíll, passar upp á það að ég hafi alltaf nóg að stjana í kringum hann, ég get svo sem ekki verið að kvarta mikið, hann hefur aldrei orðið alvarlega veikur 7-9-13:)

Helgin að koma og prófin líka......uhhhh:( Það eru árshátíðir næstu þrjár helgar í röð sem ég neyðist ti að sleppa, því Lilja verður að vera siðsamleg og lesa um veðréttindi og eignarnám...sjææææææzzze!
En hafiði einstaklega góða helgi elskurnar mínar:*