What´s cooking in the kitchen......

Dagbók

þriðjudagur, ágúst 31, 2004

húlla húlla & jingle bells....

ójá það verður bongóblíða og bikiní um jólin, það er nú bara þannig að daman er á leiðinni til Flórída yfir jólin. Bara sátt við þessa stórkostlegu ákvörðun foreldra minna:) Verður samt örugglega mjög skrýtið að vera ekki heima og viðhalda venjunum en örugglega frábært enga að síður. Ég er ótrúlega mikið jólabarn en í þetta skiptið verð ég bara að skipta um gír og setja mig inn í armerísku jólasýkina:)

Annars er það að frétta að ég er bara engin lögfræðingur í mér.....er alveg að sjá það þessa dagana, þó svo að fólk kannski ekki beinlínis fæðist sem lögfræðingar þá getur verið svona lögfræði-bragur yfir þeim....held að ég sé meir að segja hallærisleg í dragt hahaha:) þannig að ég held ég ætti bara drífa mig yfir i bókasafnsfræðina...gleraugu fara mér nebbla soldið vel.....

jæja ætla að hætta rugla ...síjú

mánudagur, ágúst 23, 2004

Sest á skólabekk.......

Jæja fyrsti skóladagurinn í dag....Mætti mega fersk klukkan 8 og settist pent á aftasta bekk svo það myndi nú örugglega ekki bera mikið á mér. Og svo hófst tíminn, sko athyglisúthaldið mitt er greinilega ekki í góðu formi því kennarinn var búinn að vera fyrirlestra í svona 15 mín þá byrjaði ég að hugsa hvað mig langaði mikið í skóna sem stelpan fyrir framan mig var í....
En ég þarf víst að finna eitthvað interesting við lögfræðina svo ég haldi nú fókus;)

Helgin var skemmtileg að vanda, Laufey bauð okkur túttunum í SINGSTAR-partý...þetta er bara snilld, við góluðum og góluðum, ekki frá því að Laufey sé heima hjá sér núna að æfa sig fyrir næsta rematch! Svo töltuðum við niður í bæ....
Vaknaði svo mjög fersk daginn eftir og fór að kíkja á netið og mér til mikillar skelfingar átti ég að vera búin að lesa nokkuð margar blaðsíður fyrir daginn í dag....mér finnst þetta nú eiginlega jaðra við þjófstart! mar er ekki einu sinni byrjaður í skólanum...usss

Jæja skólastelpan kveður að sinni;)

miðvikudagur, ágúst 18, 2004

countdown

vá nú er það bara countdown þangað til vinnan hættir...vúhú....;) Byrja í HR næsta mánudag og verður fróðlegt hvernig þetta nám á eftir að eiga við mig....reyndar er það eins gott að ég eigi eftir að fíla það eftir MIKLAR vangaveltur, kvíðaköst, vökunætur, magasár, svitaköst og ég gæti endalaust haldið áfram.....sjáum til hvort þetta allt saman hafi borgað sig! Sálfræðin heillar ennþá, en ætli ég sé ekki nógu mikið "nutcase" sjálf til að fara lesa um það í þokkabót...hahaha..

jæja leikhléið er búið ...back to the game....áfram Ísland!;)


sunnudagur, ágúst 15, 2004

SÆKÓ CYCLING!!

Jæja nú er þessari helgi að ljúka, hún hefur nú ekki verið alveg jafn þægileg og þær eru vanalega hjá mér....óóóó nei!
Í fyrsta lagi er ég búin í rassinum...hehe þetta kom illa út, það er útskýring fyrir þessu öllu saman ...just a moment, og í öðru lagi að drepast úr þreytu og þriðja lagi er minns orðin SPINNING-INSTRUCTOR, jebb öll helgin hjá mér fór í RPM námskeið til að fá kennsluréttindi í því:) Telpan tók prófið í dag og náði því, þannig að þið getið farið að gæta ykkar á mrs. spinnster;)

Ég tók próf úr lagi sem er sprettur og það var hvorki meira né minna en 7 fokxxx mínútur...minns var nú pínu stressuð þegar ég átti að fara kenna fólkinu og myndavél á manni og dómarinn að góna á mig. Þannig að ég byrjaði að tala/kenna og ég held að það hafi varla verið liðnar meira en 1 og hálf mínúta af laginu þá var ég farin að sjá fugla fljúga í hringi ....sem sagt þá var þolið að springa en ég herti mig ,því ég ímyndaði mér sjúkrabörurnar og einhvern vera blása í mig súrefni....en þetta hafðist allt:)

En mrs.spinnster er að fara sækja pítsuna sína og kveður að sinni:)




mánudagur, ágúst 09, 2004

Sko, búin að vera frekar slöpp að skrifa...hef bara ekki verið í gírnum, búin að vera í meiri svona djamm-gír og ekki má gleyma fasteigna-gírnum;) sem fer þó að verða þreytandi því lítið gengur!!urrrr.....

Á föstudaginn fórum við í surprise-partý til Sveppa og Írisar...yndislegt að sjá svipinn á Sveppa þegar hann kom heim í rólegheitunum og á móti honum blasti stútfull stofa af fólki:) Svo var skellt sér út að borða og á Fame á laugardagskvöldið og auðvitað á skrall eftir á;) Já gott fólk þetta var síðasta rokk og ról helgin í óákveðin tíma....maður fer að byrja í skólanum og svona:)

ohhh ég er svo fegin að ég keypti mér ekki sólarlandaferð því það er náttlega eðal hitabylgja í gangi....ég er að reyna vera ekki svekkt að flestar vinkonur mínar eru erlendis núna að sleikja sólina....*snökt*

ekki meir í bili, farin að máta bikiní og út í sandkassa.........