What´s cooking in the kitchen......

Dagbók

þriðjudagur, mars 30, 2004

Jaeja omurlega erfid helgi ad baki
Í dag er skíta vedur og hefur verid í nokkud marga daga, tad eru flód á sudur Spáni og bara skítakuldi. En vid vonumst nú ad komast í smá yl tegar vid forum til Alicante í naestu viku ad heimsaekja mommu og pabba og Stellu, leggjum af stad á midvikudegi og komum heim á sunnudegi. En tessa vikuna erum vid í prófum í skólanum, á morgun forum vid í munnlegtpróf úr bók sem vid lásum og á fimmtudaginn forum vid í málfraediprofid. Vonum ad tad fari allt vel....
Jaeja tetta er bara stutt og snubbótt hjá mér tví tad er lítid í fréttum.
thúsund kossar heim, sérstaklega til mommu,pabba og Stellu

laugardagur, mars 27, 2004

guten tag...
Jaeja vid stollurnar erum bara býsna ferskar, maettar á internetkaffi kl 2 á laugardegi. Verd ad monta mig adeins og segja frá tví ad kakan mín vakti mikla lukku, tetta vard dýrindis súkkuladikaka med jardaberjum, ég tel mig nokkud góda ad hafa getad reddad tessu í ljósi tess ad ég fór út í búd og fann ekki : vanilludropa, matarsóda, kakó og flórsykur...já ekki veit eg hvernig spanjólarnir baka kokur en tetta reddadist og viti menn kakan klaradist og enginn fékk nidurgang;) Afmaelid var alveg frábaert og mikid stud...ég og Hanna gáfum honum flottustu gjofina, sko eins og ég hef sagt ádur finnst okkur hann nú ansi mjúkur mommustrákur tannig ad vid ákvádum ad hrista adeins upp í honum og gáfum honum spaenskt PLAYBOY og dvd disk med..tannig ad hann aetti ad geta dundad ser eitthvad inn í herbergi....

En vid aetlum ad fara kaupa lestarmidann til Barcelona a eftir, en tar aetlum vid ad vera í nokkra daga ádur en vid holdum til danaveldis og gistum á túttustodum hjá Helenu og Elleni í maí:)
Hasta luego chicos....kiss kiss

fimmtudagur, mars 25, 2004

Buenos dias....
Jaeja thá er helgin gengin í gard...hún byrjar alltaf á fimmtudegi hérna;) Í dag á Mark sem býr med okkur (mesti mommustrákur í geimi....ps. hann straujar fotin sín og notar mýkingarefni;) hann á afmaeli í dag og ég var víst búin ad lofa tví einhvern tíman tegar ég var búin ad fá mér einn eda tvo, ad ég myndi sko aldeilis baka afmaeliskoku handa honum. Tar af leidandi er ég ad fara í supermakad ad kaupa í súkkuladikoku!vonum ad hún verdi aet.....;) Krakkarnir halda samt ad hún verdi bara gedveikt gód tví Hanna lygari laug ad teim ad ég vaeri gedveikur kokkur og vaeri alltaf ad baka heima....hmmmm belive me tetta er ekki í fyrsta skipti sem hún lýgur ad teim ad ég sé hitt eda tetta (stórsongvari, kvikmyndastjarna á íslandi, atvinnukona í tennis, strippari...and so on..!)
Svo verdur afmaelisparty í kvold og svo farid á skóladjammid eftir partyid. Jaeja tad er eins gott ad fara byrja á tessari helv....koku:)
kiss kiss
Lilja súkkuladi

miðvikudagur, mars 24, 2004

hae hó
Oj hvad ég og Hanna erum mygladar, sváfum í fjóra tíma og maettum í skólann, kíktum nebbla adeins út í gaer.....tad var farid á sama stadinn og vanalega svo kíkt á einhvern "reggie" stad sem vid vorum ekkert alveg ad fíla. Áttum erfitt med ad dansa thar í slow motion, thannig ad vid fórum í ljótu danskeppnina sem vid laerdum af Árna og Audda og byrjudum ad dansa af krafti eins og vid vaerum kvasímótó og grenjudum úr hlátri! Krakkarnir sem vid vorum med skommudust sín svo ad tau fóru med okkur út af stadnum, sem var einmitt markmidid okkar! Nenntum enganveginn ad dansa vid tessa stoned-tónlist, dansinn vard thó nokkud betri hjá okkur tegar vid komum á naesta stad og fengum ad dilla okkur vid Beoncie;)
Annars er ekki mikid ad frétta, en tad er nóg ad gera framundan, á morgun á Mark (thjódverji sem byr med okkur) afmaeli og vid aetlum ad halda upp á afmaelid hans, ég er búin ad lofa ad baka koku, vona ad tad hún verdi aet!Og holdum svo afmaelisparty um kvoldid. Og á fostudaginn er okkur bodid í party til Cloru sem er kennari í skólanum, en hún er algjor tútta og vid búumst vid fjori tar. En meira er tad ekki í bili elskurnar
kiss kiss

mánudagur, mars 22, 2004

Ég og Hanna erum á lífi eftir helgina...vid skelltum okkur nebbla til Madrid á fostudaginn....very nice helgi. En ég aetla ad byrja a byrjun tví ég skrifadi á fimmtudegi seinast.
Á fimmtudagskvoldid var byrjad heima í íbúd og vid kenndum krokkunum sem vid búum med al-íslenskan drykkjuleik, sumir tóku honum thó adeins of alvarlega og misskildu pínu, tví Nasser sagdist sko aetla ad vinna! Enda "vann" hann leikinn og drapst kl 1, en okkur til lítillar gledi blasti vid okkur ófogur sjón thegar vid komum heim, hann var adeins búinn ad skreyta badid...aeldi út um allt badid...jakk! Ég og Hanna vorum sammála ad thau eru engan vegin í somu thjálfun og vid horkutólin, en sjáum til hvort tad raetist ekki úr theim.
Á fostudaginn var svo frí í skólanum, tar af leidandi ákvádum vid ad skella okkur til Madrid og ég beid med ad segja mommu tad thangad til ég kom aftur hingad tví annars hefdi hún misst legvatnid! Vid voknudum frekar ferskar eda thannig og flýttum okkur úr aeldu íbúdinni okkar og tókum businn til Madrid kl 14. Maettum svo á svaedid um 16 og skodudum okkur um, hótelid sem vid vorum á var tvílíkt kosý og mjog nice. Gód tilbreyting ad fara úr sveittu íbúdinni okkar í hreint og fínt herbergi:) Fengum okkur svo sveitt ad borda og fórum frekar snemma í háttinn eftir ad hafa gefist upp ad horfa á logregluhundinn Rex á spaensku! Tví tad veitti ekki af ad spara batteríin fyrir VERSLUNARLEIDANGURINN.
Stilltum vekjarann kl. 9:30 á laugardaginn, teygdum á og hitudum upp fyrir búdirnar;) Svo var lagt í hann, tad er mega margar búdir tarna og ekki er fólkid faerra! Tad var trodid inn í ollum búdunum thannig ad madur thurfti alveg ad hafa tholinmaedina í lagi! Til ad gera langa sogu stutta thá keypti ég mér thrjú skópor!! Hanna keypti tvo og vid lifum á hrísgrjónum tangad til vid forum heim!hehe...
Á laugardagskvoldinu héldum vid áfram ad minnka veskid okkar og fórum út ad borda á argentínskan veitingastad sem var alveg brilliant:)
Á sunnudaginn var svo vekjarinn aftur stilltur tví thá aetludum vid ad vera menningarlegar og skoda merkilega stadi. Vid skodudum konungshollina í Madrid, sem var alveg gedveik og svo Catheadral (sem er huges kirkja). Thetta er rosalega flott borg og margt ad skoda og kaupa;) Thannig ad vid fórum mjog sáttar heim á sunnudagskvoldinu. Vid fengum líka frábaert vedur, eitthvad annad en hérna í Salamanca ...skítakuldi!
Jaeja svona fór helgin...so long buddies
kiss kiss

fimmtudagur, mars 18, 2004

gledilega helgi:)
Tad er komin helgi hja okkur túttunum.....búnar ad kaupa okkur djammbol fyrir kvoldid og allt klárt;) Vid erum ferlegar...vid erum eins og klappstýrur tegar vid forum saman í fatabúdir....."já tetta er gedveikt flott, ég myndi kaupa tetta". Hemmm.....en tad er samt mjog gott ad hafa andlegan studning thegar madur fer ad versla fot...thad getur verid svo erfitt;)
Vid stollurnar aetlum í smá ferdalag um helgina tví tad er frí í skólanum á morgun og vid hofum langa helgi, thannig ad tad verdur lítid skrifad thangad til....
góda helgi elskurnar mínar
kiss kiss frá Lilju

miðvikudagur, mars 17, 2004

Hola chicos....(halló krakkar mínir)
Allt gott ad frétta hédan úr spanjóla-ríkinu. Vid tútturnar erum búnar ad vera heldur busy tessa vikuna, Í gaer var mjog gott vedur og vid skelltum okkur beint eftir skóla á Plaza Mayor (stóra torgid) Hanna var ekki lengi ad rífa sig úr fotunum, verst ad hún gleymdi bikiníinu heima. Ég rétt nádi ad stoppa hana í tví ad kaupa sér dúnk af olíu til ad smyrja sig. Hanna er med TAN-erexía....vid erum ekki med svalir heima thannig ad ég tharf ad fylgjast vel med tví tegar tad kemur sól ad hún hendi sér ekki út um gluggann.
Vid erum alveg ad drukna í skólanum erum búnar ad laera nútíd-thátíd-framtíd-thálidnatíd og ég veit ekki hvad...farid ekkert smá hratt í tetta hérna, en vid hofum bara gott af tessu.
Ég thakka fyrir tad ef vid tvaer komumst í gegnum tollinn án tess ad vera stoppadar vegna hasslyktar! Stofan heima hjá okkur er litla "christiania"....vinir krakkana sem vid búum med fá sér liggur vid jónu í morgunmat! Vid pempíurnar náttlega lokum nefinu og erum ekkert sérstaklega hrifnar af tessu. En hérna thykir tetta nú ekki big deal, einn af kennurunum sem komu í partyid okkar um daginn baud okkur jónu med sér...ýkt gódur!
Á thridjudogum er alltaf djamm hérna, en vid vorum soldlar "grandmas" og vorum edrú tví vid erum ad spara okkur fyrir morgundaginn tví thá er rosa djamm tví tad er nacional holiday hérna á Spáni á fostudaginn ( einhver dýrlingadagur...teir eru voda mikid fyrir thá). Thannig ad thad var ágaett ad spara batteríin, tess í stad skemmti Hanna sér konunglega ad kenna thjódverjunum dónaleg ord á íslensku og orgadi svo úr hlátri, en audvitad fékk hún nokkur ord á thýsku til ad geta bjargad sér tegar hún fer í rauda hverfid í Thýskalandi;)
Jaeja ég aetla ad láta tetta naegja í bili, naest koma kannski einhverjar krassandi sogur eftir djammid okkar;) .......(taer verda thá af Honnu;)
kiss kiss

mánudagur, mars 15, 2004

Loksins loksins komid gott vedur, samt ekki typical spánarvedur, heldur svona 15 stiga hiti og sól, tad er samt alveg nógu gott fyrir okkur ÍS-lensku stelpurnar.
Annarri helginni okkar hérna lokid og hún var nokkud gód. Á laugardaginn var partý í íbúdinni okkar, en tar sem hún býdur ekki upp á mikid pláss thá var fljótlega farid nidrí bae, tar sem stofan var ordin théttsetin. Hanna var í rólegri kantinum vegna hóstans, aetlar ad ná honum úr sér, tar af leidandi var tad mitt hlutverk ad halda ordspori okkar uppi í djamminu;) Tad var rosa gaman í baenum, tad er ótrúlegt hvad tad er mikid af fólki ad djamma, stadirnir eru gjorsamlega ad springa, vid fórum med fullt af krokkum úr skólanum og einnnig tveim kennurum;)
Sunnudeginum var svo eytt í thynnku og sveittan mat...ég og Hanna eldudum okkur rosa pizzu...held samt ad naest pontum vid;) Svo fórum vid út í sjoppu hérna nálaegt og tad var keypt ís og súkkuladi. Frakkarnir horfdu bara á okkur og skildu ekkert í okkur á medan teir átu pastad sitt..like always...
So far hefur Hanna haft rosalega gott af tessari ferd, hún er virkilega ad koma út úr skelinni, hún syngur hástofum heima. Er alltaf ad syngja "unchained melody" og "hey ya" en hún er ekki alveg laus vid feimnina tví eftir songinn orgar hún úr hlátri. Ég hef komist ad tví ad henni langar mikid ad verda songkona, krakkarnir sem vid búum med eru samt ekkert ad bidja hana um ad syngja af fyrra bragdi;)
Jaeja vid stollurnar erum ad fara í svona guide-tour um Salamanca núna í góda vedrinu, tar skodum vid helstu byggingarnar hérna og soguna bak vid taer .....sko! vid eru ekki bara í búdar- og tjúttmenningunni;)
kiss kiss frá Salamanca

laugardagur, mars 13, 2004

p.s. Loksins komin gestabók! thanxs to Geiri.... allir ad skrifa;)

Tha er tad bara laugardagur, besti dagur vikunnar ad medtoldum fostudegi:) Í gaer var ollum búdum lokad kl 6 og frí í háskólum vegna hrydjuverkanna í Madrid. Fólk safnadist saman á torgum og almenningsstodum til ad mótmaela tessum hraedilegu hrydjuverkum. Hér í Salamanca sofnudust allir saman á Plaza Mayor (sem er staedsta torgid í borginni) tad var gjorsamlega trodid, og mikil reidi. Í skólanum var 5 mínutna thogn til ad votta samúd og svo var farid á Plaza Mayor.
Thannig ad vid vorum bara rólegar í gaer og eldudum gódan mat og horfudm á Forrest Gump á spaensku! vei....
Tad er soldid fyndid ad hérna á Spáni eru kennararnir vinir mans og djamma med nemendunum og tad thykir ekkert óvenjulegt. Í gaer kom heilt kennaralid heim til okkar, tví teir eru gódir vinir Steph,Nasser og Chris. Ég og Hanna vorum eins og kúkar inní stofu og skildum ekkert tví tad var nátturulega bara tolud spaenska!
Vid Hanna erum alltaf ad bída eftir pilsa vedrinu......Hanna kíkir á hverjum degi á vedurspána á netinu og kann hana betur en kennitoluna sína! En tad á víst ad fara hlýna adeins í naestu viku, eins og er, er svona ca. 8 stiga hiti og skýjad ....ekkert spánarvedur sko:( En ég aetla nú ekki ad kvarta midad vid rokrassgatid heima;) Jaeja vid Hanna aetlum ad fara spóka okkur um í gamla baenum og svo verdur gert eitthvad skemmtilegt í kvold:)
Góda helgi.....kiss kiss
Lilja

fimmtudagur, mars 11, 2004

Hellú
Tad er sorgar dagur á Spáni, tví tad dóu yfir 170 manns og 1000 saerdust af 10 sprengjum sem komid var fyrir á 3 lestarstodvum í Madrid, og tar sem Madrid er ekki langt frá okkur thá má marka ad allir hérna eru í sjokki. Thad var frekar thungt yfir kennurunum okkar í dag, tar sem teir eiga fjolskyldu og aettingja í Madrid og enn er ekki haegt ad bera kennsl á fullt af líkum tví tau eru svo illa brunnin. Ástaedan fyrir tessum sprengjum eru forsetakosningar sem eru naesta sunnudag. Madur skilur ekki hvad er í hausnum á tessum vidbjódslegu hrydjuverkamonnum.
En nóg um tad, tad sem er helst í fréttum er ad Hanna er komin med sinn fraega útlenska hósta (Benidorm,Kýpur) Mér til mikillar gledi á naeturna;) Tad er fimmudagur í dag, tannig ad tad er skóladjamm en ég held vid aetlum ad vera frekar rólegar og leyfa hóstanum hennar Honnu ad lagast...
En núna erum vid ad fara í búdarmenninguna;) aetlum ad lyfta okkur adeins upp med tví ad skoda flott fot...og hver veit kannski madur detti á eina flotta flík;) en ég reyni ad hemja mig eins og ég get, og er búin ad vera mjog stillt fram ad tessu....
en jaeja thá held ég ad tetta sé nóg í bili.
kiss kiss Lilja pilja

miðvikudagur, mars 10, 2004

Hola!
Í gaer fórum vid Hanna á ekta spaenskan tapas bar, nokkrir krakkar úr skólanum budust til ad sýna okkur nokkra góda Tapas, okkur Honnu fannst tetta ekkert aedi (sveitt kartoflustappa og tómatsósugums)
en klárudum tetta thó, eftir tad var farid á café Tourero, thar er alltaf thridjudagsdjamm og stadurinn var trodinn! Ég og Hanna erum ekki alveg ad ná tví hvadan fólkid hérna faer alla tessa orku til ad vera út á lífinu alla vikuna, vid erum bara "grandmas" midad vid t.d. fólkid sem vid búum med. Talandi um tau... á kvoldin er íbúdinni okkar breytt í "Universial Studios" gaurarnir sem vid búum med eru ad taka upp mynd, nánar til tekid endurgerd á myndinni 8 miles sem hann Eminem lék i hérna um árid...tad er mikill metnadur lagdur í tetta og teir eru ekkert ad grínast med tetta, stofan er rýmd og rappid er aeft og svo er farid í hlýrabol og sett á sig "gangsta" húfu.....yo yo homie was up! Ég og Hanna vorum bednar um ad leika lítinn part um daginn, vid bókstaflega migum á okkur úr hlátri og ég held ad vid verdum ekki aftur bednar um tháttoku...hehe
Vid ommurnar aetlum bara ad vera rólegar í kvold og kannski thrífa íbúdina ....ekki veitir af...
Koss og knús frá Salamanca....
ps. er ad vinna í tví ad setja inn gestabók...

mánudagur, mars 08, 2004

Gledilegan mánudag:)ný vika framundan í Salamanca..:)
Jaeja í gaer eyddi ég MIKLUM tíma í ferdasoguna og svo fór hún í vaskinn! En nú aetla ég ad reyna rifja tetta aftur upp.
Vid flugum út laugardaginn 28.feb. og ferdalagid var mjog langt. Vid byrjudum á tví ad fljúga til Stansted og tadan áttum vid ad skipta um flugvoll og fara til Luton og tadan áttum vid flug til Madrid á sunnudagsmorgninum kl. 6:50 vibba ferdalag! Lentum í Madrid á sunnudagsmorgninum um tíu leytid og tókum rútu til Salamanca, á leidinni í rútunni maetti okkur massa snjókoma og ég og Hanna horfdum á hvor adra og vorum ekki alveg vissar hvort vid vaerum á Spáni! Tegar vid komum til Salamanca var tekid á móti okkur á rútustodinni og gaurinn sýndi okkur íbúdina okkar og tjádi okkur tad ad vid aettum ad maeta svo í stodupróf eftir klukkutíma! mjog gaman eftir 24 tíma ferdalag! Vid vorum kynnt fyrir fólkinu sem býr med okkur og tau eru 3 frá Frakklandi og tala sama sem enga ensku! Ein stelpa sem heitir Stephanie, kaerastinn hennar Nasser og annar sem heitir Christopher, sem sagt fronsk nýlenda sem vid búum í. Íbúdin okkar er mjog fín, frekar nýleg og allt í orden nema tad ad frakkarnir eru steikjandi mat allan daginn og mikil olía á ollum skápu og ca. 5 olíudúnkar hjá eldavélinni! Eitthvad fór tetta fyrir brjóstid á Honnu og vid byrjudum ad thrífa allt olíu-eldhúsid og komum okkur fyrir í herberginu okkar. Skrýtin tilfinning ad tarna aettum vid eftir ad vera naestu tvo mánudina í tessu litla herbergi med Frokkum sem voru olíubornir og toludu enga ensku! Ég og Hanna fórum svo í stoduprófid og skitum á okkur....en lentum í byrjenda bekk, thó fyrir adeins lengra komna sem geta eitthvad. Tad er bara gott tví hérna er farid tvílíkt hratt yfir spaenskuna og vid erum búnar ad laera meira á einni viku hérna en heilan vetur heima! Vid erum í skólanum frá 10 til 14 á daginn og skiptist í tvennt, málfraedi og tjáningu. Hér er ekki tolud nein enska, ef thú tarft ad spyrja thá er tad bara spaenskan mjog strangir á tví, tannig ad tad er búid ad reyna mikid á leiklistarhaefileikana okkar;) Kennararnir okkar eru mjog fínir og bekkurinn okkar er ágaetur thó svo ad medalaldurinn sé ca. 50 ára! Vid erum med hjónum frá Skotlandi sem eru 53 ára, Japana 55 ára, Franskri gellu sem er bara pirrandi 50 ára og svo thjódverja 20 ára sem er ...já vid skulum bara segja ad hann sé týpískur thjódverji og svo brasilíubúa sem er alltaf fullur.
Tegar vid komum aftur í íbúdina var allt ordid sveitt aftur af olíu! Tannig ad vid verdum bara ad saetta okkur vid matarbraelu og olíu:)Fyrstu tvo dagana fórum vid hanna í skólann, komum heim og bordudum inn í herbergi tar til Nasser kom til okkar og spurdi hvort okkur vaeri eitthvad illa vid tau tví vid vaerum svo einhverfar! hehe....tannig ad ég og Hanna erum ad "bonda" vid tau núna. Stephanie er rosa fín og er algjorlega búin ad taka okkur ad sér. Vid fórum á skóladjamm á fimmtudaginn og hún kynnti okkur fyrir ollum vinum sínum og er voda gód vid okkur. Svo á laugardaginn tóku tau okkur aftur í partý med sér og tar vorum vid kynntar fyrir ollum, tannig ad tetta er allt ad koma smám saman. Djammid hérna er endalaust, fólk er ad djamma alla daga vikunnar...hmmm ég og Hanna erum ekki alveg í svo gódri thjálfun...vorum búnar á tví eftir laugardagsdjammid...
Tad eru mega flottar byggingar hérna og tvílíkt mikid ad sjá, ég og Hanna erum búnar ad vera adeins meira í búdarmenningunni...úps... (Mango, Bershka ofl.ofl) En vid roltum um baeinn á laugardaginn í mjog mildu og gódu vedri)
En jaeja ég held ad tetta sé bara komid gott í bili, í kvold er tad keila, alltaf keila á mánudogum..;)
kiss og knús frá okkur chicas....;)

sunnudagur, mars 07, 2004

jaeja nú er ég fjúríos! ég er búin ad sitja hérna á netkaffi ad skrifa ferdasoguna so far í klukkutíma og svo kom ERROR tegar ég aetladi ad setja hana inn, ekki minn dagur en tar sem ad tíminn minn er ad renna út aetla ég bara hafa tetta stutt og ferdasagan kemur innan tídar elskurnar mínar:) later.....

föstudagur, mars 05, 2004

Hae hó var ad setja upp blogg bara tékka hvort tad virki......